Skákdeild verður Hugaríþróttadeild

Nýlega var haldinn aðalfundur Skákdeildar Hauka. Margar athyglisverðar breytingar eru framundan í starfseminni sem kynntar verða síðar. Nýr formaður var kjörinn Kristján Ómar Björnsson og er hann boðinn velkominn til starfa.

Jakob Leó hættir með meistaraflokk kvenna

Knattspyrnudeild Hauka og Jakob Leó Bjarnason, þjálfari meistaraflokks kvenna síðustu þriggja tímabila, hafa komist að samkomulagi þess efnis að Jakob hætti með liðið og hefur hann lokið störfum fyrir félagið. Stjórn knattspyrnudeildar Hauka þakkar Jakobi fyrir hans störf í þágu Knattspyrnufélagsins Hauka og óskar honum velfarnaðar. Knattspyrnudeild Hauka býr svo vel að búa yfir góðu […]

Hertar aðgerðir í íþróttahúsum vegna þriðju bylgju COVID 19.

  Athugið! Neðagreindar reglur eru framlengdar til 12. október nk Hertar aðgerðir í íþróttahúsum vegna þriðju bylgju COVID 19. Neðangreindar reglur gilda til 12. október. Aðgengi áhorfenda á leiki og æfingar barna eru bannaðar. Foreldrar og forráðamenn séu ekki viðstödd æfingar og frístundastarf barna. Foreldrar og forráðamenn fylgi fyrirmælum um innkomu inn í íþróttahúsin. Starfsemi […]

Sigmundur Einar markmanns-þjálfari til næstu tveggja ára

Knattspyrnudeild Hauka og Sigmundur Einar Jónsson hafa skrifað undir samning þess efnis að Sigmundur eða Simmi, eins og hann er jafnan kallaður, verði markmannsþjálfari yngri flokka til næstu tveggja ára. Simmi hóf störf sem markmannsþjálfari yngri flokka fyrir síðasta tímabil og fagnar stjórn  knattspyrnudeildar nýjum samningi þar sem hann hefur eflt þennan þátt í okkar […]

Haukamótið: Úrslit

Haukamótið í golfi fór fram á golfvellinum á Hvaleyri föstudaginn 18.september sl. í  þokkalegu veðri miðað við árstíma. Góð þátttaka var í mótinu eða 105 kátir golfspilarar af báðum kynjum. Sá sjaldséði atburður átti sér stað í mótinu að trésmiðurinn góðkunni, Egill Strange,ste fór holu í höggi á 6. braut. Fróðir menn, komnir á aldur […]

Fyrstu heimaleikir tímabilsins

Það verður sannkölluð handboltaveilsa á Ásvöllum þegar meistaraflokkar Hauka spila fyrstu heimaleikina í Olísdeidinni. Í meistaraflokki kvenna verður alvöru Hafnarfjarðarslagur þegar FH koma í heimsókn og hefst leikurinn kl 14.45. Í síðari leik dagsins mætir meistaraflokkur karla ÍBV og hefst sá leikir kl 17.00. Vegna sóttvarnarreglna er búið að skipta Ásvöllum upp í hólf og eru því […]

1×2 – Getraunastarfið að hefjast

Laugardaginn 26. september verður flautað til leiks í getraunaleik Hauka. Skráning og 1. umferð hefst í getraunasalnum á 2. hæð á Ásvöllum. Fólk er hvatt til að mæta og taka þátt í skemmtilegum leik og njóta glæsilegra veitinga. Leikið er frá kl. 10:30 til 12:00. Vegleg verðlaun í boði.

Fyrsti leikur tímabilisins

Það er komið að fyrsta leik tímabilsins hjá stákunum í meistaraflokki í handbolta þegar þeir halda á Seltjarnarnes í kvöld, fimmdagskvöld. Leikurinn hefst kl. 19:30 og er vert að minna á það að aðeins 200 áhorfendur komast að og því þarf fólk að mæta tímanlega. Annars ætti leikurinn að vera sýndur á YouTube rás Grótta […]