Fyrstu heimaleikir tímabilsins

Það verður sannkölluð handboltaveilsa á Ásvöllum þegar meistaraflokkar Hauka spila fyrstu heimaleikina í Olísdeidinni. Í meistaraflokki kvenna verður alvöru Hafnarfjarðarslagur þegar FH koma í heimsókn og hefst leikurinn kl 14.45. Í síðari leik dagsins mætir meistaraflokkur karla ÍBV og hefst sá leikir kl 17.00.
Vegna sóttvarnarreglna er búið að skipta Ásvöllum upp í hólf og eru því inngangar og stúkur fyrir áhorfendur aðskildir. Stuðningsmenn Hauka ganga inn um bakdyrnar við gervigrasvöllinn og fara uppá aðra hæð til að komast í stúkuna. Áhorfendur gesta liða fara inn um aðalinngang Ásvalla og inn í stúkuna beint á móti afgreiðslunni. Nánari skýringar má sjá á mynd hér að neðan.
Eins og hefur verið undanfarnar vikur er fjöldi áhorfenda 15 ára og eldri sem kemst að takmarkaður. Það er því allra hagur að sem flestir nýti sér snertilausa miðasölu sem fer fram í gegnum snjallforritið Stubb sem má nálgast hér https://stubbur.app/
Fyrir þá sem ekki komast á völlinn verða báðir leikir í beinni útsendingu á Stöð2Sport
Fjölmennum á völlinn og hvetjum okkar lið áfram til sigurs
ÁFRAM HAUKAR!