Haukamótið: Úrslit

Haukamótið í golfi fór fram á golfvellinum á Hvaleyri föstudaginn 18.september sl. í  þokkalegu veðri miðað við árstíma.

Góð þátttaka var í mótinu eða 105 kátir golfspilarar af báðum kynjum. Sá sjaldséði atburður átti sér stað í mótinu að trésmiðurinn góðkunni, Egill Strange,ste fór holu í höggi á 6. braut. Fróðir menn, komnir á aldur telja að þetta sé í fyrsta sinn frá 1989 að keppandi fer holu í  höggi í  Haukamótinu. Önnur  úrslit urðu urðu þessi: Haukakönnunna hlaut Haukur Jónsson fyrir besta skor en hann lék holurnar 18 á 71. höggi. Gula boltann í flokki 55 ára og eldri hlaut Ragnheiður Ríkarðsdóttir á 39 punktum. Rauða jakkann og verðlaun í punktakeppni, kom í hlut Björns Þorfinnsonar á 42 punktum. 2. sæti, Haukur Jónsson á 41 punkt og í 3. sæti, Örvar Þór Guðmundsson á 40 punktum. Hola í höggi/næstir holu í upphafshöggi á par 3 holum:  4. holu Egill Strange beint í holu. 6. holu Kristjana B. Arnbjörnsdóttir, 2.34m 10. hola  Jón Ingi Jóhannesson, 1,26m og 16.hola Þorlákur Kjartansson handboltamarkaðurinn brosmildi, 1,60m.  Mótstjórn  kemur vinningum til þeirra er þá hlutu.

Bestu þakkir til Golfklúbbins Keilis, Brynju og co í veitingasölunni  og starfsmönnum golfklúbbsins fyrir gott samstarf, svo og þeim styrktaraðilum mótsins sem við leituðum til að þessu sinni. Hins vegar  vonumst við  til að geta haldið mótið með venjulegum hætti 2021.