Fyrsti leikur tímabilisins

Það er komið að fyrsta leik tímabilsins hjá stákunum í meistaraflokki í handbolta þegar þeir halda á Seltjarnarnes í kvöld, fimmdagskvöld. Leikurinn hefst kl. 19:30 og er vert að minna á það að aðeins 200 áhorfendur komast að og því þarf fólk að mæta tímanlega. Annars ætti leikurinn að vera sýndur á YouTube rás Grótta TV og því getur fólk einnig fylgst með þar.

Grótta eru nýliðar í deildinni eftir að hafa farið upp úr Grill 66 deildinni á stuttu síðasta tímabili en hafa bætt við sig góðum leikmönnum en þar á meðal tveimur lánsmönnum frá Haukum þeim Gunnari Dan Hlynssyni og Stefáni Huldar Sefánssyni. Haukaliðið hefur verið að leika vel á undirbúningstímabilinu og eru staðráðnir í að byrja tímabilið vel. Það má því búast við skemmtilegum leik í kvöld sem enginn vill missa af. Áfram Haukar!