Jakob Leó hættir með meistaraflokk kvenna

Knattspyrnudeild Hauka og Jakob Leó Bjarnason, þjálfari meistaraflokks kvenna síðustu þriggja tímabila, hafa komist að samkomulagi þess efnis að Jakob hætti með liðið og hefur hann lokið störfum fyrir félagið.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka þakkar Jakobi fyrir hans störf í þágu Knattspyrnufélagsins Hauka og óskar honum velfarnaðar.

Knattspyrnudeild Hauka býr svo vel að búa yfir góðu starfsliði innan sinna vébanda og mun Igor Kostic, þjálfari meistaraflokks karla og yfirmaður afreksskóla knattspyrnudeildar, aðstoða við framkvæmd síðustu tveggja leikja liðsins á þessu tímabili ásamt fleiri þjálfurum deildarinnar.