Óliver og Númi í U17!

Davíð Snorri Jónasson landsliðsþjálfari U17 ára tilkynnti í dag æfingahóp sem taka mun þátt í úrtaksæfingum 6. – 8. júlí n.k. og eru tveir Haukastrákar í hópnum, þeir Óliver Steinar Guðmundsson og Arnar Númi Gíslason. Æfingarnar framundan eru hluti af undirbúningi fyrir þátttöku U17 ára landsliðsins í æfingaleikjum við Pólland í september og svo undanriðil […]

Ungar Haukastelpur semja við Hanknattleiksdeildina

Síðustu daga hafa ungar Haukastelpur skrifað undir sinn fyrsta samning við Handknattleiksdeild Hauka. Þetta eru þær Agnes Ósk Viðarsdóttir, Emilía Katrín Matthíasdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Thelma Melsteð. Allar þessar stelpur eru hluti af sterkum 2004 árgangi Hauka sem tryggði sér deildarmeistaratilitllinn í 4. fl kvenna á liðnu tímabili en þær eru einnig allar hluti […]

Melissa Garcia semur við knattspyrnudeild Hauka

Melissa Garcia hefur samið við knattspyrnudeild Hauka um að spila með meistaraflokki kvenna í Lengjudeildinni í sumar. Melissa, sem er sóknarmaður og getur leikið flestar stöður fremst á vellinum, kemur til Hauka frá Heidelberg United FC í Ástralíu en hún hefur áður leikið með bandarísku liðunum Strikers FC og LA Galaxy. Melissa kveðst vera mjög […]

Aðalfundur félagsins 9. júní sl.

Aðalfundur félagsins var haldinn sl. þriðjudag hér á Ásvöllum. Í skýrslu formanns kom fram að starfið í félaginu er öflugt og gróskumikið á öllum sviðum. Miklar væntingar eru gerðar til nýs knatthúss sem rísa mun á svæði félagsins sem mun gjörbylta allri aðstöðu knattspyrnufólks félagsins. Stjórn félagsins skipa nú eftirtalin: Samúel Guðmundsson formaður, Valgerður Sigurðardóttir varaformaður, […]

Eygló og Birna með Haukum í sumar

Eygló Þorsteinsdóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka sem gildir út árið 2021 en hún er uppalin hjá Val. Þá hefur Birna Kristín Eiríksdóttir skrifað undir lánssamning við félagið en hún kemur frá Fylki. Jakob Leó Bjarnason, þjálfari meistaraflokks kvenna, segir að koma þeirra Birnu og Eyglóar stækki hópinn og geri hann sterkari. ,,Við […]

Forstöðumaður í frístundaheimili Hauka

Knattspyrnufélagið Haukar óskar að ráða forstöðumann fyrir frístundaheimili Hauka að Ásvöllum, Haukasel, fyrir komandi vetur. Leitað er að barngóðum einstaklingi sem hefur yndi af börnum, er glaðvær, reglusamur, og á gott með að starfa með öðrum. Umsækjandi um stöðuna þarf að hafa uppeldismenntun á háskólastigi. Í frístundaheimili Hauka er sérstök áhersla lögð á hreyfifærni barna, […]

Leikmannakynning knattspyrnudeildar Hauka 12. júní

Knattspyrnudeild Hauka verður með leikmannakynningu á meistaraflokkum deildarinnar föstudagskvöldið 12. júní. Leikmannakynningin fer fram í veislusalnum á Ásvöllum og opnar húsið kl. 20.00 en kynningin hefst um 20.30. Þjálfararnir Igor Kostic og Jakob Leó Bjarnason munu sjá um að kynna sína leikmenn og í kjölfarið munu leikmannaráð beggja meistaraflokka vera með Pub Quiz. Hvetjum alla […]

Carlos Magnús Rabelo skrifar undir þriggja ára samning

Carlos Magnús Rabelo skrifar undir þriggja ára samning. Carlos Magnús Rabelo sem fæddur er árið 2001 bætist nú í stækkandi hóp ungra og efnilegra leikmanna Hauka sem gera samning við félagið en hann hefur nú skrifað undir samning sem gildir út tímabilið 2022. Carlos hefur leikið stórt hlutverk í A deildar liði 2.flokks Hauka undanfarið […]

Annika F. Petersen til liðs við Hauka

Annika sem er 21 árs kemur sem fyrr segir frá færeyska liðinu H71 þar sem hún varð bikarmeistari á liðnu tímabili. Annika er þrátt fyrir ungan aldur fastamaður í færeyska landsliðinu og lék með liðinu í undankeppni EM núna fyrir áramót þar sem hún átti meðal annars góðan leik á móti Rúmeníu sem gaf henni […]