Óliver og Númi í U17!

Davíð Snorri Jónasson landsliðsþjálfari U17 ára tilkynnti í dag æfingahóp sem taka mun þátt í úrtaksæfingum 6. – 8. júlí n.k. og eru tveir Haukastrákar í hópnum, þeir Óliver Steinar Guðmundsson og Arnar Númi Gíslason.

Æfingarnar framundan eru hluti af undirbúningi fyrir þátttöku U17 ára landsliðsins í æfingaleikjum við Pólland í september og svo undanriðil EM í Austurríki í október.

Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis í komandi verkefnum.

Óliver og Númi að fagna saman marki. Mynd: Hulda Margrét