Ungar Haukastelpur semja við Hanknattleiksdeildina

Frá vinstir: Emilía, Agnes, Rakel og Thelma.

Síðustu daga hafa ungar Haukastelpur skrifað undir sinn fyrsta samning við Handknattleiksdeild Hauka. Þetta eru þær Agnes Ósk Viðarsdóttir, Emilía Katrín Matthíasdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Thelma Melsteð.

Allar þessar stelpur eru hluti af sterkum 2004 árgangi Hauka sem tryggði sér deildarmeistaratilitllinn í 4. fl kvenna á liðnu tímabili en þær eru einnig allar hluti af U-16 ára landsliði Íslands.

Nokkar af stelpunum hafa nú þegar spilað sínar fyrstu mínútur í meistaraflokki á liðnu tímabili og er framtíðin sannarlega björt á Ásvöllum. Til hamingju stelpur!