Aðalfundur félagsins 9. júní sl.

Aðalfundur félagsins var haldinn sl. þriðjudag hér á Ásvöllum.

Í skýrslu formanns kom fram að starfið í félaginu er öflugt og gróskumikið á öllum sviðum.

Miklar væntingar eru gerðar til nýs knatthúss sem rísa mun á svæði félagsins sem mun gjörbylta allri aðstöðu knattspyrnufólks félagsins.

Stjórn félagsins skipa nú eftirtalin: Samúel Guðmundsson formaður, Valgerður Sigurðardóttir varaformaður, Guðborg Halldórsdóttir gjaldkeri.

Aðrir í stjórn eru: Þorgeir Haraldsson,  Elva Guðmundsdóttir, Halldór Jón Garðarsson, Jón Björn Skúlason, Bragi Hinrik Magnússon, Tóbías Sveinbjörnsson, Kristján Ó. Davíðsson, Soffía Helgadóttir og Bjarni H. Geirsson.

Ársskýrslu félagsins vegna 2019 er komin á heimasíðu félagsins og má skoða hana hér.