Annika F. Petersen til liðs við Hauka

Mynd: H71

Annika sem er 21 árs kemur sem fyrr segir frá færeyska liðinu H71 þar sem hún varð bikarmeistari á liðnu tímabili. Annika er þrátt fyrir ungan aldur fastamaður í færeyska landsliðinu og lék með liðinu í undankeppni EM núna fyrir áramót þar sem hún átti meðal annars góðan leik á móti Rúmeníu sem gaf henni sæti í liði umferðarinnar.

Annika sem er spennandi markvörður sem kemur til með að passa vel inn í meistaraflokks lið Hauka. Við bjóðum Anniku velkomna á Ásvelli og hlökkum til að sjá hana á parketinu eftir sumarið.