Forstöðumaður í frístundaheimili Hauka

Knattspyrnufélagið Haukar óskar að ráða forstöðumann fyrir frístundaheimili Hauka að Ásvöllum, Haukasel, fyrir komandi vetur. Leitað er að barngóðum einstaklingi sem hefur yndi af börnum, er glaðvær, reglusamur, og á gott með að starfa með öðrum.
Umsækjandi um stöðuna þarf að hafa uppeldismenntun á háskólastigi.
Í frístundaheimili Hauka er sérstök áhersla lögð á hreyfifærni barna, byggða á þroskaþáttum skv. aðalnámskrá grunnskóla, þar sem hver einstaklingur fær tækifæri til að þroska líkamlega- og félagslega hæfileika sína með aðstoð fagmenntaðra einstaklinga.
Umsóknir um starfið skal senda á netfangið magnus@haukar.is .
Frekari upplýsingar um starfið eru veittar í síma 665-8910.