Leikmannakynning knattspyrnudeildar Hauka 12. júní

Knattspyrnudeild Hauka verður með leikmannakynningu á meistaraflokkum deildarinnar föstudagskvöldið 12. júní.

Leikmannakynningin fer fram í veislusalnum á Ásvöllum og opnar húsið kl. 20.00 en kynningin hefst um 20.30.

Þjálfararnir Igor Kostic og Jakob Leó Bjarnason munu sjá um að kynna sína leikmenn og í kjölfarið munu leikmannaráð beggja meistaraflokka vera með Pub Quiz.

Hvetjum alla stuðningsmenn að mæta og kynna sér liðin fyrir sumarið.

Léttar veitingar á barnum.

Áfram Haukar!