Tvenna á Ásvöllum

Það verður mikið um að vera á Ásvöllum á laugardaginn þegar að boðið verður upp á tvo hörkuleiki. Strákarnir í U-liðinu spila við Stjörnuna U kl. 14:00 en ungu strákarnir hafa leikið mjög vel á tímabilinu og sitja í 2. sæti Grill 66 deildar karla. Stelpurnar ljúka svo deginum með leik við KA/Þór kl. 16.30. […]

Ólöf Helga Pálsdóttir lætur af störfum sem þjálfari mfl. kvenna

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur ákveðið að segja upp samningi við Ólöfu Helgu Pálsdóttur þjálfara mfl. kvenna. Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari mfl. kvenna, mun stýra liðinu á æfingum og í leikjum á næstunni þangað til þjálfari verður ráðinn. Körfuknattleiksdeild Hauka þakkar Ólöfu kærlega fyrir hennar störf sem þjálfari síðustu tvö tímabil og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

Valur Reykjalín Þrastarson til Hauka

Knattspyrnufélagið Haukar hefur náð samningi við Val Reykjalín um að spila fyrir félagið næstu tvö árin. Valur Reykjalín er fæddur árið 1999 og kemur frá KF þar sem hann er uppalinn. Hann á 58 leiki í mfl., þrátt fyrir ungan aldur. Hann spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki 16 ára gamall en Valur spilar bæði sem hægri […]

Pumafötin fást í Jóa Útherja

Nú fer að líða að Final 4 í bikarnum og þá er um að gera að dressa sig upp í Haukagallann frá Puma. Pumafötin má nálgast í Jóa Útherja en búðina má finna á Bæjarhrauni 24 í Hafnarfirði og er Haukafólk hvatt til að líta við hjá þeim svo að allir séu vel merktir Haukum […]

Ágæt þátttaka á fótbolta- námskeiðum í vetrarfríinu

Um 50 iðkendur sóttu sérstök fótboltanámskeið sem knattspyrnudeild Hauka stóð fyrir í vetrarfríinu. Aðal þjálfarar á námskeiðinu voru þau Igor Kostic, Guðrún Jóna og Helga Helgad. og þá tóku leikmenn meistaraflokka og 2. flokks einnig að sér þjálfun, m.a. Óskar Sigþórs, Ísak Jóns, Dagrún Birta, Heiða Rakel, Kristófer Jóns, Máni Mar, Elín Björg, Erla Sól, […]

Olísdeildar tvíhöfði

Það verður boðið upp á tvíhöfða á Ásvöllum á laugardaginn þegar að leikið verður í Olísdeildum kvenna og karla. Stelpurnar byrja þegar þær fá Val í heimsókn kl. 17:00. Svo taka strákarnir við kl. 19:15 þar sem Afturelding er mótherjinn. Það hefur ekki gengið sem skyldi í síðustu leikjum hjá liðunum en þau eru staðráðin […]

Drottning Finnur 6

Nýlega var haldinn aðalfundur Skákdeildar Hauka. Margar athyglisverðar breytingar eru framundan í starfseminni sem kynntar verða síðar. Nýr formaður var kjörinn Kristján Ómar Björnsson og er hann boðinn velkominn til starfa.

Ágúst, Dagbjörg og Embla í 16 manna hóp

KKÍ hefur birt 16 manna úrtak í U16 og U18 karla og kvenna. Haukar eiga þrjá fulltrúa í þessum hópi. Það eru þau Ágúst Goði Kjartansson(U16), Dagbjört Gyða Hálfdanardóttir(U16) og Embla Ósk Sigurðardóttir(U16). Við í Haukum erum mjög stolt af þeim og óskum þeim góðu gengi á landsliðsæfingunun í mars.

Aðalfundur kkd. Hauka

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Hauka verður haldinn fimmtudaginn 27. febrúar 2020 kl. 20:00 á annarri hæð Íþróttamiðstöðvarinnar. Dagskrá fundarins samkvæmt lögum félagsins. Stjórn kkd. Hauka