Ólöf Helga Pálsdóttir lætur af störfum sem þjálfari mfl. kvenna

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur ákveðið að segja upp samningi við Ólöfu Helgu Pálsdóttur þjálfara mfl. kvenna.

Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari mfl. kvenna, mun stýra liðinu á æfingum og í leikjum á næstunni þangað til þjálfari verður ráðinn.

Körfuknattleiksdeild Hauka þakkar Ólöfu kærlega fyrir hennar störf sem þjálfari síðustu tvö tímabil og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.