Sala hafin á miðum í jólahappdrættinu

Sala á miðum í jólahappdrætti körfuknattleiksdeildarinar er hafin. Á næstu dögum fara sölumenn deildarinnar af stað að selja miða. Ef þið hittið ekki á sölumann er hægt að kaupa miða á heimaleikjum meistaraflokkana sem og á www.korfubolti.is og eða með því að senda tölvupóst á stefan@haukar.is. Miðinn kostar aðeins 1.500 kr. eins og undanfarin ár. […]

Helga Ýr og Kristín Fjóla endurnýja samninga við knattspyrnudeild Hauka

Helga Ýr Kjartansdóttir og Kristín Fjóla Sigþórsdóttir hafa endurnýjað samninga við knattspyrnudeild Hauka. Þær Helga og Kristín gengu til liðs við Hauka í ársbyrjun 2018 og fagnar stjórn knattspyrnudeildar Hauka nýjum samningnum við þær stöllur. Helga, sem spilar jafnan sem varnarmaður, á að baki 16 leiki með Haukum í Inkasso deildinni og  Kristín, sem spilar […]

Stórleikur í bikarnum

Það er komið að fyrsta leik í bikarnum þetta tímabilið hjá strákunum. Það er enginn smáleikur því að Valsmenn koma í heimsókn á Ásvelli fimmtudaginn 21. nóv kl. 19:30. Strákarnir hafa staðið sig vel í Olísdeildinni þetta tímabilið en það telur ekkert þegar að komið er út í bikarinn því þar er það allt eða […]

Ungar Haukastelpur á landsliðsæfingum

Nú um helgina æfa kvennalandslið Íslands í handbolta og eiga Haukar sína fulltrúa á þeim æfingum en um er að ræða fulltrúa í U-18 ára og U-16 ár landsliðinu. Í U-18 ára landsliðinu er Margrét Björg Castillo eini fulltrúi Hauka en hún er nú þegar orðin hluti af meistaraflokksliði Hauka og hefur hún verið í […]

4 með fullt hús – 13 rétta

Það var stór dagur hjá Haukagetraunum á laugardaginn þegar 4 lið náðu fullu húsi eða 13 réttum. Þessi árangur árangur er einstakur, en mikil gróska hefur verið í starfseminni í haust. Leikið er á laugardögum frá kl 10 til 12:30 og eru allir velkomnir.

Tvíhöfði á laugardag

Það er leikið þétt þessa dagana hjá meistaraflokkunum en á laugardag verður boðið upp á tvíhöfða á Ásvöllum þegar að báðir flokkarnir eiga heimaleiki. Stelpurnar fá HK í heimsókn kl. 17:00 og strákarnir leika við Fjölni kl. 19:30. Bæði lið unnu góða sigra í vikunni en strákarnir unnu Selfoss í flottum leik fyrir framan fullt […]

Bikarleikur hjá stelpunum

Það verður stórleikur á Ásvöllum í kvöld þegar að stelpurnar í handboltanum fá Eyjastúlkur í heimsókn í 16-liða úrslitum Coca Cola bikarsins. Leikurnn hefst kl. 19:00 og eru stelpurnar staðráðnar í að fylgja á eftir síðasta leik gegn ÍBV þegar þær unnu þær í flottum leik í Vestmannaeyjum. Það er því um að gera fyrir […]

Bræðurnir Ísak og Kristófer semja við knattspyrnudeild Hauka

Knattspyrnudeild Hauka hefur endurnýjað samning við Ísak Jónsson og þá hefur Kristófer Jónsson gert sinn fyrsta samning við félagið. Þeir Ísak og Kristófer eru bræður en Ísak á að baki 43 leiki með meistaraflokki karla, í bæði deild og bikar, og hefur skorað fjögur mörk. Ísak sem er tvítugur að aldri spilar jafnan sem miðjumaður […]

Kristófer Dan semur við Knattspyrnudeild Hauka

Knattspyrnudeild Hauka hefur samið við Kristófer Dan Þórðarson og gerir hann tveggja ára samning við félagið. Kristófer sem er fæddur árið 2000 er að ganga upp úr 2. flokki í meistaraflokk en hann tók þátt í 13 leikjum með Haukum í Inkasso deildinni síðasta sumar og skoraði sex mörk. Þá tók hann þátt í tveimur […]