Stórleikur í bikarnum

Það er komið að fyrsta leik í bikarnum þetta tímabilið hjá strákunum. Það er enginn smáleikur því að Valsmenn koma í heimsókn á Ásvelli fimmtudaginn 21. nóv kl. 19:30. Strákarnir hafa staðið sig vel í Olísdeildinni þetta tímabilið en það telur ekkert þegar að komið er út í bikarinn því þar er það allt eða ekkert. Það er því algjör skyldumæting fyrir Haukafólk á Ásvelli á fimmtudaginn í rauðu til að styðja strákana áfram í bikarnum. Áfram Haukar!