Ungar Haukastelpur á landsliðsæfingum

Nú um helgina æfa kvennalandslið Íslands í handbolta og eiga Haukar sína fulltrúa á þeim æfingum en um er að ræða fulltrúa í U-18 ára og U-16 ár landsliðinu. Í U-18 ára landsliðinu er Margrét Björg Castillo eini fulltrúi Hauka en hún er nú þegar orðin hluti af meistaraflokksliði Hauka og hefur hún verið í hóp í nokkrum leikjum í vetur.

Í U-16 ára landsliðinu eiga Haukar flestar stelpur af öllum eða alls 8 talsins en Agnes Ósk Viðarsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Emilía Katrín Matthíasdóttir, Nadía Líf Ágústsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir og Viktroría Diljá Halldórsdóttir eru allar í því landsliði. Allar þessar stelpur eru hluti af sigursælum 2004 árgangi Hauka sem hefur á síðustu árum unnið til margra verðlauna en á síðustu leiktíð urðu stelpurnar bikar- og deildarmeistarar og eru þær farnar að banka á dyrnar hjá meistaraflokki félagsins.

Haukar óska stelpunum innilega til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum. Áfram stelpur!