Helga Ýr og Kristín Fjóla endurnýja samninga við knattspyrnudeild Hauka

Helga Ýr Kjartansdóttir og Kristín Fjóla Sigþórsdóttir hafa endurnýjað samninga við knattspyrnudeild Hauka.

Þær Helga og Kristín gengu til liðs við Hauka í ársbyrjun 2018 og fagnar stjórn knattspyrnudeildar Hauka nýjum samningnum við þær stöllur.

Helga, sem spilar jafnan sem varnarmaður, á að baki 16 leiki með Haukum í Inkasso deildinni og  Kristín, sem spilar jafnan sem miðjumaður, á að baki 30 leiki með Hakum í Inkasso deildinni auk þriggja leikja í Mjólkurbikarnum.

 

Kristín Fjóla og Helga Ýr.