Kristófer Dan semur við Knattspyrnudeild Hauka

Knattspyrnudeild Hauka hefur samið við Kristófer Dan Þórðarson og gerir hann tveggja ára samning við félagið.

Kristófer sem er fæddur árið 2000 er að ganga upp úr 2. flokki í meistaraflokk en hann tók þátt í 13 leikjum með Haukum í Inkasso deildinni síðasta sumar og skoraði sex mörk. Þá tók hann þátt í tveimur leikjum í Mjólkurbikarnum. Kristófer spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki sumarið 2018.

Knattspyrnudeild Hauka fagnar samningnum við Kristófer Dan og bindur miklar vonir við hann á komandi árum.

Kristófer Dan og Jón Erlendsson, formðaur meistaraflokksráðs karla.