Tvíhöfði á laugardag

Það er leikið þétt þessa dagana hjá meistaraflokkunum en á laugardag verður boðið upp á tvíhöfða á Ásvöllum þegar að báðir flokkarnir eiga heimaleiki. Stelpurnar fá HK í heimsókn kl. 17:00 og strákarnir leika við Fjölni kl. 19:30. Bæði lið unnu góða sigra í vikunni en strákarnir unnu Selfoss í flottum leik fyrir framan fullt af áhorfendum á meðan stelpurnar unnu ÍBV í hörkuleik í bikarnum. Bæði lið vilja því halda þessu gengið áfram á laugardag. Það er því um að gera fyrir Haukafólk að fjölmenna á Ásvelli til að styðja Haukaliðin til sigurs. Áfram Haukar!