Talent M.A.T. Plzen mætir á Ásvelli

Fyrsti formlegi handboltaleikur tímabilsins fer fram á sunnudag þegar að tékkneska liðið Talent M.A.T. Plzen mætir og keppir við meistaraflokk karla í EHF bikarnum á Ásvöllum kl. 18:00. Haukar unnu sér rétt á að taka þátt í Evrópukeppni með því að verða deildarmeistarar á síðasta tímabili en Talent M.A.T. Plzen varð tékkneskur meistari í vor og vann […]

Hafnarfjarðarbær undirbýr aðalskipulagsbreytingu á íþróttasvæði Hauka.

  Hafnarfjarðarbær boðar til íbúafundar að Norðurhellu 2, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 17-18:30. Á fundinum verður farið yfir breytingatillögurnar og uppbyggingu við Ásvelli.  Meginmarkmið breytinganna er m.a. að efla íþróttasvæðið sem svæði með fjölbreyttari starfsemi, tryggja aukið framboð íbúðarhúsnæðis, stuðla að bættri nýtingu svæða og þéttingu byggðar. Knattspyrnufélagið Haukar leggur sitt af mörkum í uppbyggingu […]

Sæunn í U19 og Erla í U17

Sæunn Björnsdóttir hefur verið kölluð inn í U19 hópinn sem leikur tvo vináttulandsleiki í Svíþjóð í lok vikunnar, gegn Svíþjóð 28. ágúst og gegn Noregi 30. ágúst. Þá hefur Erla Sól Vigfúsdóttir verið valin í U17 til að taka þátt í undakeppni EM 2020 sem fram fer í Hvíta Rússlandi 13.-22. september n.k. Knattspyrnufélagið Haukar […]

Luka Kostic tekur tímabundið við þjálfun meistarafokks karla

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka hefur ákveðið að Luka Kostic taki tímabundið við meistaraflokki karla og mun hann stýra liðinu í síðustu fjórum umferðunum í Inkasso deildinni. Ákveðið var að leita til Luka þar sem hann þekkir félagið mjög vel og býr yfir gríðarlegri reynslu sem þjálfari en hann er t.a.m. þjálfari 3. flokks karla og var […]

Stuðningur við andlega heilsu iðkenda

Í byrjun sumars kynntu Haukar verkefni sem heitir „Stuðningur við andlega heilsu iðkenda“. Þetta verkefni er í umsjón Báru Fanneyjar Hálfdanardóttur, Kristínar Fjólu Reynisdóttur og Gerðar Guðjónsdóttur og er það styrkt af Minningarsjóði Ólafs Rafnssonar. Í sumar fengu fótboltaþjálfarar og 3. flokkur karla og kvenna fræðslu um andlega heilsu í íþróttum, ásamt því að haldið var […]

Daníel Snorri í 100 leikja klúbbinn!

Daníel Snorri Guðlaugsson, leikmaður meistaraflokks karla í fótbolta, spilaði í gær sinn 101 leik fyrir meistaraflokk karla hjá Haukum. Afhenti Jón Erlendsson, formaður meistaraflokksráðs karla, Daníel blómvönd af því tilefni. Daníel spialði sína fyrstu meistaraflokksleiki árið 2014 og óskar Knattspyrnufélagið Haukar honum innilega til  hamingju með áfangann. Ljósm. Hulda Margrét.    

Æfingatöflur vetrarins komnar

Æfingatöflur fyrir yngri flokka félagsins í hand- og körfubolta fyrir veturinn eru komnar og má nálgast þær á síðunni sem og upplýsingar um æfingagjöld. Æfingatöflu stráka í handbolta má nálgast hér. Æfingatöflu stelpna í handbolta má nálgast hér. Æfingagjöld handboltans má nálgast hér. Æfingatöflu stráka í körfubolta má nálgast hér. Æfingatöflu stelpna í körfubolta má […]

Halldór Jón Garðarsson nýr formaður knattspyrnudeildar Hauka

Halldór Jón Garðarsson hefur tekið við sem formaður knattspyrnudeildar Hauka en hann hefur undanfarin ár setið í stjórn deildarinnar og m.a. verið formaður meistaraflokksráðs kvenna síðustu ár og þar á undan í meistaraflokksráði karla. Góðir og reynslumiklir þjálfarar í barna- og unglingastarfinu Það er ekki alltaf logn á Ásvöllum og við þurfum knatthús fyrir börnin […]

Starfsmann vantar í Haukasel

Haukasel, Frístundarheimili Hauka að Ásvöllum, óskar eftir því að ráða starfsmann í hlutastarf frá kl. 13:00 til 17:00 alla virka daga. Viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst. Umsóknir berist til forstöðumanns, iris@haukar.is og upplýsingar um starfið eru gefnar í síma 848-6340.

Handboltinn að komast á fullt

Nú er handboltavertíðin farin að rúlla af stað og árleg æfingamót meistaraflokka að hefjast. Ragnarsmótið á Selfossi hófst í gær og í dag, fummtudag, mætir mfl karla til leiks þar sem þeir etja kappi við Fram kl. 18.30 og á morgun, föstudag, eru andstæðingarnir ÍBV og hefst sá leikur kl. 20.15, úrslitaleikirnir fara svo fram á laugardag. Hvetjum […]