Stuðningur við andlega heilsu iðkenda

Í byrjun sumars kynntu Haukar verkefni sem heitir „Stuðningur við andlega heilsu iðkenda“. Þetta verkefni er í umsjón Báru Fanneyjar Hálfdanardóttur, Kristínar Fjólu Reynisdóttur og Gerðar Guðjónsdóttur og er það styrkt af Minningarsjóði Ólafs Rafnssonar.

Í sumar fengu fótboltaþjálfarar og 3. flokkur karla og kvenna fræðslu um andlega heilsu í íþróttum, ásamt því að haldið var fræðslukvöld fyrir foreldra iðkenda í fótbolta. Núna í haust munu handboltinn og körfuboltinn bætast við og mun sú vinna byrja í september.

Núna stendur einnig til boða fyrir iðkendur Hauka að fá einstaklingsráðgjöf sem Bára sálfræðingur og Kristín Fjóla læknakandídat sjá um. Þessi viðtöl eru hugsuð sem stuðningur fyrir þá iðkendur Hauka sem eru að upplifa kvíða, vanlíðan eða annarskonar vanda sem er að hafa áhrif á frammistöðu þeirra eða andlega líðan á æfingum eða í leik.

Iðkendur eða foreldrar geta haft samband með því að senda email á radgjofhauka@gmail.com. Einstaklingsráðgjöfin mun fara fram í íþróttahúsi Hauka.