Handboltinn að komast á fullt

Nú er handboltavertíðin farin að rúlla af stað og árleg æfingamót meistaraflokka að hefjast. Ragnarsmótið á Selfossi hófst í gær og í dag, fummtudag, mætir mfl karla til leiks þar sem þeir etja kappi við Fram kl. 18.30 og á morgun, föstudag, eru andstæðingarnir ÍBV og hefst sá leikur kl. 20.15, úrslitaleikirnir fara svo fram á laugardag. Hvetjum Haukafólk til að skella sér yfir heiðina og hvetja strákana áfram. En fyrir þá sem ekki komast eru leikirnir sýndir á SelfossTV á YouTube. Í næstu viku hefst svo Hafnarfjarðar mótið þar sem að leikið verður í Kaplakrika þriðjudag, fimmtudag og laugardag en nánar um það mót kemur síðar en fyrsti leikur tímabilsins hjá stráknum er Evrópuleikur við Talent M.A.T. Plzen sunnudaginn 1. september kl. 18:00 í Schenkerhöllinni.

Meistaraflokkur kvenna er svo kominn heim eftir vel heppnaða æfingarferð til Þýskalands þar sem að þær tóku þátt í æfingarmótið sem gekk vel. Það spila svo æfingar leik á morgun, föstudag, þegar þær fá Valskonur í heimsókn í Schenkerhöllinni á morgun kl. 17:00.