Hafnarfjarðarbær undirbýr aðalskipulagsbreytingu á íþróttasvæði Hauka.

 

Hafnarfjarðarbær boðar til íbúafundar að Norðurhellu 2, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 17-18:30.

Á fundinum verður farið yfir breytingatillögurnar og uppbyggingu við Ásvelli.  Meginmarkmið breytinganna er m.a. að efla íþróttasvæðið sem svæði með fjölbreyttari starfsemi, tryggja aukið framboð íbúðarhúsnæðis, stuðla að bættri nýtingu svæða og þéttingu byggðar.

Knattspyrnufélagið Haukar leggur sitt af mörkum í uppbyggingu hverfisins, en þær breytingatillögur sem kynntar verða á fundinum eru m.a. bygging allt að 100 íbúða á íþróttasvæði Hauka og bygging knattspyrnuhúss sem rísa mun nyrst á lóð félagsins.

Við hvetjum sem flesta að mæta á íbúafundinn nk. fimmtudag og kynna sér þær miklu breytingar sem fyrirhugaðar eru á íþróttasvæði Knattspyrnufélagsins Hauka.

Áfram Haukar.