Sæunn í U19 og Erla í U17

Sæunn Björnsdóttir hefur verið kölluð inn í U19 hópinn sem leikur tvo vináttulandsleiki í Svíþjóð í lok vikunnar, gegn Svíþjóð 28. ágúst og gegn Noregi 30. ágúst.

Þá hefur Erla Sól Vigfúsdóttir verið valin í U17 til að taka þátt í undakeppni EM 2020 sem fram fer í Hvíta Rússlandi 13.-22. september n.k.

Knattspyrnufélagið Haukar óskar þeim Sæunni og Erlu innilega til hamingju en báðar tvær hafa staðið sig gríðarlega vel með meistaraflokki kvenna í sumar. Sæunn er á átjánda aldursári og Erla er 16 ára en hún spilar líka með 3. flokki kvenna.

Sæunn og Erla.