Afrekslína Hauka – síðasta tækifærið til að sækja um!

Nú fer hver að verða síðastur til að sækja um fyrir Afreksskóla Hauka og Afrekssviðið fyrir komandi skólavetur. Síðari umsóknarfrestur rennur út 16. ágúst. Allar upplýsingar er að finna inni á umsóknareyðublaðinu. Afrekslína Hauka samanstendur annars vegar af Afreksskólanum fyrir 2004-2006 módel og svo Afrekssviðið fyrir 2000-2003 módel. Fyrsta kennslustund Afreksskólans verður föstudaginn 30. ágúst. Fyrsta […]

Hildur Karitas framlengir við Hauka

Hildur Karitas Gunnarsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Hauka sem gildir út árið 2021. Hildur gekk til liðs við Hauka árið 2018 og hefur spilað 15 leiki fyrir félagið og skorað 7 mörk. Halldór Jón Garðarsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna, segir að Hildur hafi slitið krossband í fyrra og þar af leiðandi hafi hún ekki […]

Heiða og Hildigunnur í 100 leikja klúbbinn!

Knattspyrnudeild Hauka heiðraði fyrir sigurleikinn gegn Augnablik í gærkvöldi tvo leikmenn félagsins sem hafa náð þeim áfanga að spila 100 leiki fyrir meistaraflokk kvenna. Þær Heiða Rakel Guðmundsdóttir og Hildigunnur Ólafsdóttir spiluðu sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk kvenna árið 2012 og hefur Heiða nú þegar spilað 103 leiki og Hildigunnur 105 leiki. Knattspyrnufélagið Haukar óskar […]

Sex leikmenn til náms í Bandaríkjunum

Sex leikmenn úr meistaraflokkum karla og kvenna fóru í byrjun ágúst í nám til Bandaríkjanna. Leikmennirnir sem um ræðir eru þau Daði Snær Ingason, Erna Margrét Magnúsdóttir, Hildur Karitas Gunnarsdóttir, Ísold Kristín Rúnarsdóttir, Kristinn Pétursson og Sunna Líf Þorbjörnsdóttir. Öll munu þau leika knattspyrnu með náminu og óskar knattspynudeild Hauka þeim góðs gengis. Við þökkum […]

Haukastelpur til Þýskalands

Á morgun miðvikudaginn 7.ágúst heldur mfl. kvenna í viku æfingarferð til Essen í Þýskaland. Þar munu þær vera við stífar æfingar fyrir komandi vetur ásamt því að taka þátt á 4 liða móti. Hægt verður að fylgjast með ferðinni á Instragramsíðu Hauka ásamt því að settar verða inn fréttir af leikjunum á Twitter og á […]

Hjálmar Stefánsson í A-landsliðinu

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur valið Hjálmar Stefánsson í 12 manna lið sitt sem mætir Portúgal á miðvikudag á útivelli. Íslenska liðið er í riðli með Sviss og Portúgal og eru liðin að keppa um eitt laust sæti í undankeppni EM 2021. Til hamingju Hjálmar og Áfram Ísland!

Anna Lóa hefur leik í dag

Ísland hefur keppni í B deild Evrópukeppninnar í dag í U20 kvenna en leikið er í Kósóvó. Anna Lóa Óskarsdóttir, leikmaður mfl. kvenna, er í liðinu. Ísland á leik kl. 14:30 að íslenskum tíma og eru allir leikir mótsins í beinni útsendingu á vef FIBA Europe sem og í beinni tölfræðilýsingu. Gangi þér vel Anna […]