Afrekslína Hauka – síðasta tækifærið til að sækja um!

Nú fer hver að verða síðastur til að sækja um fyrir Afreksskóla Hauka og Afrekssviðið fyrir komandi skólavetur. Síðari umsóknarfrestur rennur út 16. ágúst. Allar upplýsingar er að finna inni á umsóknareyðublaðinu. Afrekslína Hauka samanstendur annars vegar af Afreksskólanum fyrir 2004-2006 módel og svo Afrekssviðið fyrir 2000-2003 módel.
Fyrsta kennslustund Afreksskólans verður föstudaginn 30. ágúst. Fyrsta kennslustund knattspyrnuiðkenda á Afrekssviðinu er miðvikudaginn 4. september. Fyrsta kennslustund handboltaiðkenda á Afrekssviðinu er mánudaginn 26. ágúst.
Ítarlegar upplýsingar ásamt umsóknareyðublaði má finna með því að SMELLA HÉR