Heiða og Hildigunnur í 100 leikja klúbbinn!

Knattspyrnudeild Hauka heiðraði fyrir sigurleikinn gegn Augnablik í gærkvöldi tvo leikmenn félagsins sem hafa náð þeim áfanga að spila 100 leiki fyrir meistaraflokk kvenna.

Þær Heiða Rakel Guðmundsdóttir og Hildigunnur Ólafsdóttir spiluðu sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk kvenna árið 2012 og hefur Heiða nú þegar spilað 103 leiki og Hildigunnur 105 leiki.

Knattspyrnufélagið Haukar óskar þeim Heiðu og Hildigunni innilega til hamingju með áfangann!

Hildigunnur og Heiða ásamt Jóni Birni Skúlasyni, starfandi formanni knattspyrnudeildar Hauka, og byrjunarliðinu gegn Augnablik í bakgrunni.