Sex leikmenn til náms í Bandaríkjunum

Sex leikmenn úr meistaraflokkum karla og kvenna fóru í byrjun ágúst í nám til Bandaríkjanna.

Leikmennirnir sem um ræðir eru þau Daði Snær Ingason, Erna Margrét Magnúsdóttir, Hildur Karitas Gunnarsdóttir, Ísold Kristín Rúnarsdóttir, Kristinn Pétursson og Sunna Líf Þorbjörnsdóttir.

Öll munu þau leika knattspyrnu með náminu og óskar knattspynudeild Hauka þeim góðs gengis.

Við þökkum þeim fyrir þeirra framlag í sumar og hlökkum til að sjá þau með Haukum næsta sumar.

Ljósm. Efri röð fv: Hildur, Kristinn og Daði. Neðri röð fv.: Sunna, Ísold, Erna.