Hildur Karitas framlengir við Hauka

Hildur Karitas Gunnarsdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Hauka sem gildir út árið 2021.

Hildur gekk til liðs við Hauka árið 2018 og hefur spilað 15 leiki fyrir félagið og skorað 7 mörk.

Halldór Jón Garðarsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna, segir að Hildur hafi slitið krossband í fyrra og þar af leiðandi hafi hún ekki spilað fleiri leiki fyrir félagið. ,,Við sem þekkjum Hildi og höfum séð hana spila vitum að hún býr yfir miklum gæðum og alvöru hugarfari og því er mikið fagnaðarefni að hún hafi samið við Hauka.“

Þess ber að geta að Hildur er farin til náms í Bandaríkjunum en mun spila með Haukum næsta sumar.

Halldór og Hildur við undirritun samningsins.