Sunna með sigurmarkið gegn Stjörnunni í æfingaleik

Haukar og Stjarnan mættust í kvöld í æfingaleik í meistaraflokki kvenna þar sem Haukar fóru með sigur af hólmi 1-0.  Leikið var í Kórnum. Eftir að Stjarnan hafði verið töluvert meira með boltann fyrstu 20 mínútur leiksins þá fékk Kristín Fjóla Sigþórsdóttir boltann á miðjunni og átti laglega sendingu á Sunnu Líf Þorbjörnsdóttur sem geystist […]

Haukar halda í Garðabæinn

Það er stutt á milli leikja þessa daganna hjá meistaraflokki karla en í kvöld, fimmtudagskvöld, halda þeir í Garðabæinn þar sem þeir leika við Stjörnuna í Mýrinni kl. 20:00. Það eru allir leikir gríðarlega mikilvægir þessa stundina en fyrir leikinn eru Haukar í efsta sæti deildarinnar með 25 stig úr 16 leikjum en á eftir […]

Fjórir frá Haukum sóttu námskeið KSÍ fyrir nýliða í stjórnarstörfum

Þeir Ellert Ingi Hafsteinsson, Jóhann Unnar Sigurðarson, Karl Guðmundsson og Þórarinn Jónas Ásgeirsson sóttu á dögunum námskeið á vegum KSÍ sem var sérstaklega sniðið að nýliðum í stjórnarstörfum, fólki sem situr í stjórnum knattspyrnudeilda. Námskeiðið var haldið í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Námskeiðið, sem var sótt af 21 fulltrúa 12 aðildarfélaga KSÍ, stóð frá kl. 10:00 […]

Stelpurnar halda norður yfir heiðar

Meistaraflokkur kvenna í handbolta leggja land undir fót í dag þegar þær fara norður á Akureyri og leika þar við heimstúlkur í kvöld, þriðjudagskvöld. Leikurinn við KA/Þór hefst kl. 18:00 í KA heimilinu og má búast við hörkuleik en Haukastelpur er fyrir leikinn í 3. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 16 leik á meðan […]

Grótta kemur í heimsókn

Meistaraflokkur karla í handbolta fær Gróttu í heimsókn í Schenkerhöllina á morgun, sunnudag, kl 16:30. Þetta er leikur í 16.umferð Olísdeildar karla en fyrir leikinn eru Haukar í 2. sæti deildarinnar á meðan Grótta er í 10. sæti það er því til mikils að vinna fyrir bæði lið í þeirri baráttu sem liðin eru í. […]

Ungu strákarnir halda í Austurberg

Strákarnir í U-liðinu eiga hörkuleik í kvöld, föstudagskvöld, þegar þeir heimsækja ÍR U í Austurberg kl. 20:30. Strákarnir hafa staðið sig glæsilega á tímabilinu og eru staðráðnir í að halda því áfram en fyrir leikinn eru þeir í 3. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 12 leiki. Það er því um að gera að eyða […]