Stjarnan kemur í heimsókn í bikarnum

Það er komið að mikilvægasta leik tímabilsins hingað til þegar að Haukastelpurnar mæta Stjörnunni í 8-liða úrslitum Coca Cola bikarsins og er farseðill í Final 4 í boði. Leikurinn fer fram á morgun, þriðjudag, kl. 19:30 í Schenkerhöllinni og má búast við hörkuleik en liðin gerðu nýlega jafntefli í deildinni. Stjörnustúlkur hafa verið að sækja […]

Sex úr Haukum á úrtaksæfingar U15 og U16 kvenna

Þær Berglind Þrastardóttir og Viktoría Diljá Halldórsdóttir hafa verið valdar til að taka þátt í úrtaksæfingum U15 kvenna dagana 22.-24. febrúar nk.  Lúðvík Gunnarsson er landsliðsþjálfari U15 kvenna. Hægt er að sjá hópinn með því að smella hér. Þá voru þær Berghildur Björt Egilsdóttir, Elín Björg Símonardóttir, Erla Sól Vigfúsdóttir og Mikaela Nótt Pétursdóttir valdar […]

Selfoss kemur í heimsókn

Það er komið að næsta leik hjá stelpunum í meistaraflokki kvenna í handbolta þegar að Selfoss kemur í heimsókn í Schenkerhöllina í Olís deild kvenna í kvöld kl. 19:30. Fyrir leikinn eru Haukastelpur í 3. sæti deildarinnar með 19 stig úr 15 umferðum og eru því í harðri baráttu á toppnum á meðan eru Selfoss […]

Vinningaskrá happdrættis kkd. Hauka

Enn eru einhverjir vinningar ósóttir úr jólahappdrætti körfuknattleiksdeildarinnar og eru vinningshafar hvattir til að sækja þá sem fyrst. Vinningshafar hafa fjóra mánuði til að vitja vinninga frá því að dregið var.   Vinningaskrá 1 Gjafabréf í ferð á vegum Gamanferða 421 2 Lavaferðir fyrir 5 með Íshestum 125 3 Árituð Barcelona treyja frá Kára Jónssyni […]

Haukar á ársþingi KSÍ

Knattspyrnufélagið Haukar átti þrjá fulltrúa á ársþingi KSÍ sem haldið var á Nordica Hotel í gær. Fulltrúar Hauka í ár voru þeir Eiður Arnar Pálmason, formaður knattspyrnudeildar, Jón Björn Skúlason, varaformaður knattspyrnudeildar, og Halldór Jón Garðarsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna og meðstjórnandi í barna- og unglingaráði kvenna. Halldór og Karl Guðmundsson, gjaldkeri stjórnar og meðstjórnandi í […]

Sigur og tap í fótbolta helgarinnar

Haukar sigruðu Augnablik í loka leik sínum í Faxaflóamóti kvenna í gær og sigraði þar með B riðilinn með 10 stig. Leikurinn fór 1-0 og skoraði Leli Halldórsdóttir markið í seinni hálfleik. Leikið var í Fífunni. Næsti mótsleikur stelpnanna verður föstudaginn 8.mars klukkan 21:00 þegar liðið mætir ÍR í fyrstu umferð C deildar kvenna og […]

Eiður Arnar er nýr formaður knattspyrnudeildar Hauka

Ágústi Sindra þökkuð vel unnin störf Spennandi verkefni – Topp þjálfun með vel menntuðum þjálfurum Knatthús fyrir börn og unglinga verður bylting – Frábært forvarnarstarf Varalið meistaraflokks karla og 2. flokkur kvenna Fleiri sjálfboðaliðar innilega velkomnir  Aðalfundur knattspyrnudeildar Hauka var haldin á dögunum og tók Eiður Arnar Pálmason við formennsku af Ágústi Sindra Karlssyni. Ágúst […]

Haukar – KR í Dominos deild karla í kvöld kl. 19:15

Íslandsmeistarar KR koma í heimsókn á Ásvelli í kvöld, fimmtudaginn 7. febrúar, og hefst leikurinn kl. 19:15. Haukarnir hafa verið á ágætu skriði í deildinni uppá síðkastið og unnið 3 af síðustu 4 leikjum sínum og hafa verið sterkir á heimavellinum. Í síðasta heimaleik lögðu þeir topplið Njarðvíkur nokkuð örugglega en lágu svo í valnum […]