Haukar – KR í Dominos deild karla í kvöld kl. 19:15

Íslandsmeistarar KR koma í heimsókn á Ásvelli í kvöld, fimmtudaginn 7. febrúar, og hefst leikurinn kl. 19:15.

Haukarnir hafa verið á ágætu skriði í deildinni uppá síðkastið og unnið 3 af síðustu 4 leikjum sínum og hafa verið sterkir á heimavellinum. Í síðasta heimaleik lögðu þeir topplið Njarðvíkur nokkuð örugglega en lágu svo í valnum á móti vel skipulögðum Skallagrímsmönnum á útivelli með minnsta mun.
Ljóst er að strákarnir þurfa að eiga toppleik og vera agaðir til að ná í hagstæði úrslit í kvöld og því er stuðningur áhorfenda mjög mikilvægur og því hvetjum við allt Haukafólk til að mæta snemma og gæða sér á einum hamborgara fyrir leik en grillið verður auðvitað á sínum stað í kvöld.

Áfram Haukar.