Sunna með sigurmarkið gegn Stjörnunni í æfingaleik

Haukar og Stjarnan mættust í kvöld í æfingaleik í meistaraflokki kvenna þar sem Haukar fóru með sigur af hólmi 1-0.  Leikið var í Kórnum.

Eftir að Stjarnan hafði verið töluvert meira með boltann fyrstu 20 mínútur leiksins þá fékk Kristín Fjóla Sigþórsdóttir boltann á miðjunni og átti laglega sendingu á Sunnu Líf Þorbjörnsdóttur sem geystist af kantinum inn á völlinn þar sem hún lék á einn varnarmann og markvörð Stjörnunnar og kom okkar stúlkum yfir. Virkilega vel gert hjá Sunnu og Kristínu.

Í heildina var Stjarnan nokkuð meira með boltann en bæði lið sköpuðu fremur fá færi. Hauka-liðið varðist gríðarlega vel í leiknum og átti í raun hættulegri færi.

Næsti leikur Hauka verður föstudaginn 8. mars í Lengjubikarnum en þá mætir liðið ÍR. Sá leikur verður í Egilshöllinni og hefst klukkan 21:00

Áfram Haukar!

Sunna Líf Þorbjörnsdóttir