Haukar – KA í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla á morgun

Haukar taka á móti Pepsi-deildarliði KA á morgun í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla þetta árið. Haukar slógu út Vestra í síðustu umferð með stórglæsilegum 3-1 sigri, á meðan að KA leikur sinn fyrsta leik í keppninni í ár. Viðureignir þessara liða á Ásvöllum síðastliðin ár hafa iðulega verið stórfjörugar og nóg af mörkum hafa litið […]

Hópferð Hauka á 3. leik í Vestmannaeyjum

Handknattleiksdeild Hauka ætlar að fara með stuðningsfólk Hauka í hópferð á 3. leik meistaraflokks karla gegn ÍBV þann 5. maí næstkomandi. Farið verður með rútu frá Ásvöllum kl. 10:00 á laugardagsmorgninum og keyrt til Landeyjarhafnar þar sem farið verður með Herjólfi til Vestmannaeyja kl. 12:45. Leikurinn er svo kl. 17:00 en farið verður með Herjólfi […]

Undanúrslitin byrja í kvöld

Eftir þónokkra pásu er loksins komið að fyrsta leik í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta þegar að Haukastrákarnir halda til Vestmannaeyja og etja þar kappi við heimamenn kl. 18:30 í kvöld. Þessi lið hafa marga hildina háð síðustu ár og verður engin breyting á í þetta skiptið en nokkur tening er á milli liðanna og […]

LOKAHÓF Haukagetrauna

Það ríkti spenna og eftirvænting á lokahófi Haukagetrauna á laugardaginn þegar úrslit voru kynnt í Getraunaleiknum og Bikarnum. Úrslit urðu þessi: Úrvalsdeild: 1. sæti Barcelóna með 46 stig – Marinó Úrvalsdeild: 2. og 3. sæti Haukafeðgar og Arsenal með 45 stig – Anton Magnússon og Eiríkur Svanur Bikar: 1. sæti Jambó með 13 rétta – […]

Leikur III um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar – Valur þriðjudaginn 24. apríl kl. 19:15 í Schenkerhöllinni.

Þriðji leikur Hauka 0g Vals um Íslandsmeistaratitilinn verður þriðjudaginn 24. apríl kl. 19:15 Staðan er 1-1 í einvíginu og hafa báðir leikir unnist á heimavelli. Haukaliðið náði ekki að sýna sitt rétta andlit í Valsheimilinu síðastliðinn laugardag en voru samt nálægt að ná að stela sigrinum i lokin. Leikmenn gerðu of mikið af mistökum og […]

Körfuknattleiksdeild Hauka og Gámaþjónustan gera með sér samstarfssamning

Körfuknattleiksdeild Hauka og Gámaþjónustan hafa gert með sér samstarfssamning um að Gámaþjónustan muni verða einn af aðal stuðningsaðilum deildarinnar. Samningurinn var undirritaður í dag af Jónasi Jónmundssyni formanni KKD Hauka og Gunnari Bragasyni framkvæmdastjóra Gámaþjónustunnar. Samningurinn færir deildinni mikilvægan stuðning við barna og unglingastarfið ásamt því að styðja við meistaraflokka deildarinnar með myndarlegum hætti. Við […]

Mjólkurbikarinn hefst á sumardeginum fyrsta

  Nú er loksins komið að því sem allir hafa beðið eftir, fyrsti alvöru mótsleikur Hauka í sumar verður leikinn fimmtudaginn 19. apríl þegar að strákarnir taka á móti spræku liði Vestra á Gaman ferða vellinum að Ásvöllum. Strákarnir eru nýkomnir úr velheppnaðri æfingaferð á Spáni þar sem að liðið lauk lokaundirbúningi fyrir tímabilið. Á […]

Getraunaleikur Hauka 1×2

Bikarkeppnin –  13 réttir Nú er lokið Getraunaleik Hauka. 30 umferðir hafa verið spilaðar í vetur og verða úrslit í keppninni opinberuð á laugardaginn í athöfn sem hefst kl 11 í  Stefánsstofu á 2. hæð. Þá er og lokið Bikarkeppninni  en þar háðu 3 lið harða keppni í lokaumferð,  Jambó, Everton og DÍS. Upplýst skal […]