Veturinn 2013-2014

Deildin hefur skákæfingar fyrir fullorðna í vetur frá kl. 19:30 á þriðjudagskvöldum. Æfingarnar eru staðsettar í félagsaðstöðunni á Ásvöllum og eru allir velkomnir. Þær eru ókeypis. Félagið rekur einnig unglingastarf og eru æfingar einu sinni í viku, einnig á þriðjudögum frá kl. 17:00-18.00. Ef þátttaka er mikil er hópnum skipt í annars vegar byrjendur og […]

Leikur Hauka og Leiknis verður kl.19:15 á fimmtudag

Við minnum á stórleik Hauka gegn Leikni R. í dag kl. 19.15 en hann fer fram á Schenkervellinum á Ásvöllum. Frá kl. 18:00 verður boðið upp á grillaða hamborgara á vægu verði og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna enda um afar þýðingarmikinn leik að ræða.   Deildin hefur sjaldan verið jafn spennandi en Haukar sem eru […]

Glæsilegu Golfmóti Hauka lokið!

Föstudaginn sl. var haldið á Hvaleyrarvelli árlegt golfmót Hauka og voru 100 Haukamenn út um allan völl að reyna við “Baddaskjöldinn” og “Rauða jakkann.” Við fengum þessa fínu frétt í láni frá þeim heiðursmönnum hjá Keili, en hún birtist upphaflega á keilir.is Veðurguðinn bauð uppá nánast engan vind en lét í staðinn rigna aðeins á […]

Hafnarfjarðarmótið 2013

Hafnarfjarðarmótið 2013 í meistaraflokki karla í handbolta verður haldið í Íþróttahúsinu Strandgötu 29 – 31 ágúst. Gestalið eru Kristiansund frá Noregi sem Jóntan Magnússon þjálfar og Valur. Spennandi verður að fylgjast með okkar mönnum undir stjórn nýs þjálfara, Patreks Jóhannessonar. Við hvetjum Haukafólk til að mæta og skoða liðið og þjálfara þess fyrir veturinn. Mótið […]

Langar barnið þitt að prófa að æfa handbolta? 8. flokkur byrjar í dag

Handboltaæfingar hefjast í dag hjá 8. flokki þar sem krakkar fæddir árin 2006 og 2007 geta stigið sín fyrstu spor á handboltavellinum. Æfingin hefst kl. 17.10 á Ásvöllum og þjálfarar eru reynsluboltarnir Hulda Bjarnadóttir og Albert Magnússon. Allir krakkar eru velkomnir – ekki síst þeir sem hafa aldrei prófað að æfa en langar til að prófa.  

Báðir leikir Hauka í Evrópukeppninni á heimavelli

Báðir leikir Hauka og hollenska liðsins OCI-Lions í 1. umferð EHF-keppninnar í handknattleik verða spilaðir á heimavelli Hauka í Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Fyrri viðureign liðanna verður föstudaginn 13. september og síðari leikurinn daginn eftir. Sigurliðið úr þessari rimmu mætir portúgalska liðinu Benfica í 2. umferðinni

Baráttu sigur á Víkingum

Haukar unnu góðan sigur í miklum baráttuleik við Víking R. á laugardaginn og eru eftir sigurinn í 2. sæti deildarinnar. Baráttan um úrvalsdeildarsæti að ári er því áfram í fullum gangi! Anton Ingi Leifsson, fréttaritari fotbolta.net var á vellinum og skrifaði þessa líku fínu umfjöllun um leikinn sem við látum fylgja hér. Haukar fóru i […]

Æfingatöflur körfuknattleiksdeildar veturinn 2013-2014

Æfingatafla körfuknattleiksdeildarinnar er orðin klár og hefjast allar æfingar þriðjudaginn 27. ágúst. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með mögulegum breytingum og viðbótarupplýsingum sem kunna að verða settar inn næstu daga. Hér að neðan eru tenglar fyrir æfingatöflurnar veturinn 2013-2014. Æfingatafla körfuknattleiksdeildar stúlkur Æfingatafla körfuknattleiksdeildar drengir

Emil hleypur í minningu Ólafs

Emil Barja leikmaður meistaraflokks karla í körfuknattleik mun reima á sig hlaupaskóna á laugardaginn og ætlar að hlaupa hálft maraþon. Emil hleypur í minningu Ólafs E. Rafnssonar og munu öll áheit sem hann fær renna í Minningarsjóð Ólafs. Hér er hægt að heita á Emil En það eru fleiri körfuknattleiksmenn sem ætla að vaða í […]