Öflugir þjálfarar í yngri flokkum handboltans – bjóðum alla iðkendur velkomna

Halldór Ingólfsson, Jóhann Ingi Guðmundsson, Hulda Bjarnadóttir, Sigurjón Sigurðsson og Aron Kristjánsson eru meðal þeirra sem koma ný inn í hóp þjálfara og aðstoðarþjálfara yngri flokka handboltans fyrir komandi tímabil. Þau bætast við hóp þjálfara á borð við Einar Jónsson, Jens Gunnarsson, Elías Má Halldórsson, Elías Jónasson, Ragnheiði Berg og Albert Magnússon sem öll þjálfuðu […]

Æfingatöflur yngri flokka handboltans birtar

Grunnskólar Hafnarfjarðar voru settir í dag og af því tilefni eru birtar æfingatöflur yngri flokka handboltans. Æfingar hefjast samkvæmt töflu eftir helgi eða mánudaginn 26. ágúst. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með mögulegum breytingum og viðbótarupplýsingum sem kunna að verða settar inn næstu daga. Eldri flokkar félagsins hafa æft af kappi að undanförnu […]

Risaleikur á laugardag – grill fyrir leik!

Haukar komnir í 2. sætið á markatölu eftir frækinn sigur í gærkvöldi á KA fyrir norðan.   Brynjar Ben. og Ásgeir Ingólfs. skoruðu mörk Hauka og Sigmar varði vítin í lokin!   Spennan í deildinni er í hámarki og nú ætlum við að fjölmenna á Ásvelli á laugardaginn þegar við mætum Víking R. sem er […]

Öruggur sigur hjá stelpunum

Haukastúlkur unnu sl. fimmtudagskvöld virkilega góðan sigur á liði ÍR í 1.deild kvenna í fótbolta. Leikar enduðu 5-1 fyrir Haukum eftir að staðan var 1-0 í hálfleik okkar stúlkum í vil. Sæunn Sif Heiðarsdóttir var frábær í leiknum og skoraði 4 mörk. Fyrirliði liðsins Sara Rakel Hinriksdóttir skoraði eitt. Síðasti leikur stelpnanna á tímabilinu er […]

Öruggur sigur á KF

Haukar unnu fremur auðveldan sigur á KF á heimavelli sínum, Schenkervellinum í kvöld. Lokatölur urðu 4-0 fyrir heimamenn en hafa verður í huga að í lið gestanna vantaði hvorki fleiri né færri en 6 leikmenn vegna meiðsla og leikbanna. Fyrstu 20 mínútur leiksins voru afar rólegar og virtist vera sem gestirnir ætluðu að ná að […]

Haukar mæta KF annað kvöld – stelpurnar spila í kvöld

Haukar mæta KF á Schenker-vellinum á Ásvöllum á föstudaginn og hefst leikurinn kl. 19.15.  Haukar eru sem stendur í sjötta sæti með 25 stig, tveimur stigum frá efsta sætinu sem sýnir enn og aftur hversu jöfn og spennandi deildin er. Stuðningsmenn Hauka eru hvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja strákana í þessum mikilvæga […]

Æfinga/skoðunarferð til Amsterdam – örfá sæti laus

Knattspyrnufólk úr Haukum heldur senn í ferð til Amsterdam þar sem stórlið Ajax verður skoðað frá toppi til táar ásamt því að fara á leik. Einungis eru örfá sæti laus fyrir Haukafólk í þessa frábæru ferð. Verð fyrir iðkendur í Haukum sem taka þá þátt í æfingum og slíku er 105.300 kr. en fyrir „fylgjendur“ […]

Daði og Álfgrímur í úrtökumót KSÍ á Laugarvatni

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fædda 1998 fer fram á Laugarvatni um næstu helgi. Þarna eru valdir þeir drengir sem þykja efnilegir í sínum árgangi og skara fram úr á landsvísu. Að þessu sinni eru 64 strákar í úrtakinu og eigum við Haukar tvo fulltrúa, þá Daða S. Ingason og Álfgrím G. Guðmundsson. Haukar óska þessum […]

Haukar í toppslag í Grafarvoginum í kvöld

Haukar sem verma í dag toppsætið í 1. deild karla mæta Fjölni í Grafarvoginum í kvöld kl. 19:15. Stuðningsmenn eru hvattir til að fjölmenna á í Grafarvoginn og styðja okkar menn til sigurs í þessum mikilvæga leik en Fjölnir er í fimmta sæti með 24 stig, aðeins einu stigi á eftir Haukum. Áfram Haukar!

Haukar heimsækja Fjölni í kvöld

Karlalið Hauka í knattspyrnu mætir Fjölni í kvöld  í sannkölluðum toppslag í 1.deildinni. Leikurinn fer fram á Fjölnisvellinum í Grafarvogi og flautað verður til leiks klukkan 19:15. Eftir fjórtán umferðir eru Fjölnismenn í 3.-5.sæti deildarinnar með 24 stig en Haukar eru í efsta sæti með 25 stig ásamt BÍ/Bolungarvík. Þetta er því gríðarlega mikilvægur leikur […]