Valdimar færir Sigurjóni kyndilinn

Á dögunum voru formanna skipti í hkd. Hauka þegar Sigurjón Bjarnason tók við af Valdimari Óskarssyni sem hefur starfað sem formaður deildarinnar frá árinu 2010.  Sigurjón hefur lengi unnið sjálfboðaliðastörf fyrir hkd. Hauka bæði í barna og unglingaráði, stjórn deildarinnar og nú síðast sem varaformaður. Jafnframt mun Þorgeir Haraldsson gegna hlutverki varaformanns hkd. Hauka.   […]

Haukar spila við ÍR í kvöld

Haukar mæti ÍR í kvöld á Hertz-velli þeirra ÍR-inga í 1.deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl.18:00 og með sigri geta Haukar blandað sér af alvöru aftur í toppbaráttu deildarinnar en tapist leikurinn er öruggt að liðið getur gleymt vonum sínum um sæti í deild þeirra bestu á næsta ári. ÍR-ingar eiga í harðri botnbaráttu, […]

Hafnarfjarðarmótið 2012

 Hafnarfjarðarmótið í handknattleik meistaraflokki karla fer fram dagana 29. til 31. ágúst. Á mótinu spila FH, Haukar, Afturelding og Fram. Mótið fer fram í Strandgötu og verða allir leikir mótsins spilaðir þar. Frítt er á alla leikina. Dagskrá mótsins er eftirfarandi: Miðvikudagur  29 ágúst 18:00 FH – Fram 20:00 Haukar – Afturelding   Fimmtudagur  30  […]

6.flokkur Íslandsmeistari

Strákarnir á yngra ári í 6.flokki stráka urðu fyrir stuttu Íslandsmeistarar í 6.flokki karla C-liða eftir sigur á Fylki í úrslitaleik 6-3. Leikurinn sjálfur var nokkuð ævintýri fyrir strákana, þeir komust í þægilega stöðu 3-0 en Fylkir jafnaði í 3-3, þá gáfu Haukastrákar aftur í og unnu leikinn 6-3. Að vonum var mikið fagnað í […]

Loksins komu mörk á Schenkervellinum!

Eins og fram kom hér á heimasíðunni léku báðir meistaraflokkar Hauka í knattspyrnu leiki á Schenkervellinum á Ásvöllum um helgina. Strákarnir unnu sinn fyrsta sigur í langan tíma þegar þeir lögðu BÍ/Bolungarvík 3-0 og skoruðu þeir Sigurbjörn Hreiðarsson (víti), Magnús Páll Gunnarsson og Alexander Freyr Sindrason mörk Hauka. Leikurinn var virkilega vel spilaður af hálfu […]

Jóhanna Björk í Hauka

Jóhanna Björk Sveinsdóttir hefur samið við félagið til eins árs og mun spila með Haukaliðinu í Dominos-deild kvenna á komandi leiktíð. Jóhanna er 23 ára framherji, 180 cm á hæð og uppalin í Hamri frá Hveragerði þar sem hún spilaði upp yngri flokkana. 2009 færði hún sig um set og lék með KR í tvö […]

Leikir á Schenkervellinum í kvöld og á morgun

Meistaraflokkar Hauka í knattspyrnu eiga leiki í kvöld og á morgun. Stelpurnar leika sinn síðasta leik í sumar þegar þær taka á móti Sindra á Schenkervellinum á Ásvölum kl.20:00 í kvöld. Leikurinn verður leikinn í fljóðljósum ef fólk skyldi velta fyrir sér tímasetningunni. Strákarnir eiga svo mikilvægan leik gegn BÍ/Bolungarvík á morgun, laugardag kl.14:00. Ekkert […]

Gullni Örninn sigurvegari á Hellu

Það voru nokkrir Haukamenn sem að skelltu sér austur yfir heiði og léku á 3 á 3 móti á Hellu í körfuknattleik. Þeir Emil Örn Sigurðarson, Stefán Þór Borgþórsson, Gunnar Magnússon og Morten Smiedowich léku undir merkjum Gullna Arnarins að þessu sinni og stóðu uppi sem sigurvegarar á mótinu. Mótið var skemmtilegt í alla staði […]

Haukastúlkur snúa heim

Haukar hafa endurheimt tvo af sínum efnilegustu leikmönnum í kvennaflokki, en þær Dagbjört Samúelsdóttir og Lovísa Björt Henningsdóttir eru komnar aftur til Hauka eftir árs fjarveru. Dagbjört brá sér til Bandaríkjanna þar sem að hún spilaði í High School á síðasta tímabili en Lovísa snýr aftur heim frá Danmörku þar sem hún æfði og spilaði […]

Golfmót Hauka 2012

Flott þátttaka var í Golfmóti Hauka árið 2012 sem fram fór á Keilisvellinum á föstudaginn síðast liðinn við góðar aðstæður í flottu veðri. Hvorki fleiri né færri en 110 manns mættu til að taka þátt í mótinu sem var nú haldið í 22 skipti. Að vanda var keppt um Rauða jakkann og Baddaskjöldinn sem gefinn […]