Golfmót Hauka 2012

Jónatan Ingi Jónsson (í miðju) hlaut Rauða JakkannFlott þátttaka var í Golfmóti Hauka árið 2012 sem fram fór á Keilisvellinum á föstudaginn síðast liðinn við góðar aðstæður í flottu veðri. Hvorki fleiri né færri en 110 manns mættu til að taka þátt í mótinu sem var nú haldið í 22 skipti. Að vanda var keppt um Rauða jakkann og Baddaskjöldinn sem gefinn er í minningu Guðbjarts Jónssonar, eins af frumkvöðlunum. Rauði jakkinn fær sigurvegari mótsins á fæstum höggum nettó, en Baddaskjöldinn hlýtur sá sem er á fæstum höggum óháð forgjöf.

Þeir félagar Guðmundur Friðrik og Ingimar Haralds stjórnuðu svo að loknu móti glæsilegri lokaathöfn sem heppnaðist afar vel og fóru allir þátttakendur vafalaust glaðir heim, óháð því hvernig þeim gekk að spila sjálft golfið.

Rauða Jakkan hlaut Jónatan Ingi Jónsson á 67 höggum nettó en Baddaskjöldin hlaut Sigurður Guðjónsson sem fór völlinn á 73 höggum.

Sigurður Guðjónsson með Baddaskjöldinn   Fjölmenni sótti mótið