Fyrsti heimaleikurinn í N1 deildinni næstkomandi sunnudag

Strákarnir í handboltanum spila fyrsta heimaleik sinn næstkomandi sunnudag, 2. okt. Leikurinn er gegn Fram en bæði Haukar og Fram unni fyrstu leiki sína. Fram lagði Íslandsmeistara FH örugglega og greinilegt að þeir koma sterkir til leiks. Haukastrákarnir unnu góðan sigur á HK með frábærum seinni hálfleik í Digranesi. VIP rýmið (Haukar í horni) opnar […]

Hafnarfjarðarderby í fyrstu umferð.

Ballið byrjar í meistaraflokki kvenna á laugardaginn með risaleik en þar er auðvitað verið að tala um grannaslag milli FH og Hauka en leikurinn fer í Kaplakrika klukkan 16:00, á morgun, laugardag.   Sjáumst á vellinum og hvetjum stelpurnar til sigurs! Áfram Haukar! 

Haukastrákar fá Fram í heimsókn!

Sunnudaginn 2. október fer fram sannkölluð handboltaveisla á Ásvöllum, en þá sækir okkur heim karlalið Framara. Framarar eru með ógnarsterkt lið á þessu tímabili og hafa að skipa einni sterkustu vörn landsins með landsliðsmanninn Ingimund Ingimundarsson í lykilhlutverki. En eins og Haukarnir sýndu gegn HK í fyrstu umferð eru þeir skipaðir leikmönnum sem vel geta […]

Mikil gleði á uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar

Mikil gleði á uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildar   Uppskeruhátíð yngri flokka var haldin um síðustu helgi. Viðurkenningar voru veittar í ýmsum flokkum.. Frábær hátíð í alla staði og mikil gleði enda uppskera sumarsins góð.Myndir frá hátíðinni má nálgast hér                                         https://picasaweb.google.com/vidar.freyr/Uppskeruhati2011#  

Glæsilegur sigur í fyrstu umferð

Það var mjög sérstök tilfinnig að fylgjast með fyrsta leik Haukastrákanna í Digranesi í gærkvöldi. Þrátt fyrir að nokkrir af okkar bestu leikmönnum á síðasta tímabili væru horfnir á braut þá höfðum við endurheimt þrjá glataði syni. Ég er auðvitað að tala um þá Aron Kristjánsson, Gylfa Gylfason og Matthías Árna Ingimarsson, þó svo Gylfi […]

Haukar í úrslit Lengjubikarsins

Haukar tryggðu sér efsta sæti B-riðils og þar af leiðandi réttinn til að spila til úrslita í Lengjubikarnum eftir stór sigur á Val í gær. Keflavík tryggði sér á sama tíma efsta sæti A-riðils og verða það því Haukar og Keflavík sem að mætast í úrslitum Lengjubikarsins þetta árið. Haukar byrjuðu leikinn af krafti og […]

Handboltavertíðin Hefst!

Jæja góðir hálsar! Þá er komið að því, biðin er á enda! Keppnistímabilið í N1-deild Karla hefst í kvöld með heilli umferð og sækja Haukadrengir góðvini okkar í HK heim í Digranesið klukkan 19:30. HK hafa að skipa gríðarlega sterku liði eins og við vitum en Haukar eru ekki vanir að bera óþarflega mikla virðingu […]

Bikarúrslit á Ásvöllum á morgun þriðjudag

Þriðjudaginn 27. september mun fara fram bikarúrslitaleikur á Ásvöllum á milli Hauka og  Keflavíkur í 2. flokki. Það er ekki á hverjum degi sem Haukamenn leika til úrslita í bikarkeppni og viljum við hvetja alla Haukara til að mæta og hvetja framtíðarleikmenn okkar til sigurs. Það væri frábær endir á góðu tímabili að fagna Valitorbikarnum […]