Strákarnir saman í hádegismat í dag hjá Úlfar á Þremur Frökkum

Meistaraflokkur karla fékk gott boð í dag en Úlfar á Þremur Frökkum bauð þeim í hádegismat. Úlfar hefur áður verið okkur innan handar og er hann sannkallaður Haukur í horni. Það sem einkennir stað Úlfars er vinalegt viðmót, hlýlegt umhverfi og alltaf frábær matur. Við þökkum Úlfari fyrir og hver veit nema að við tökum […]

Hafnarfjarðarslagur í kvöld, mætum snemma og mætum í rauðu

Í kvöld, fimmtudag, er leikinn næstsíðasta umferðin í N1 deild karla. Haukar eiga útileik og það ekki af minni endanum því að í þetta skiptið höldum við okkur innan bæjarmarkana og förum í Krikann og heimsækjum lið FH. Okkar menn þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að tryggja sig meðal þeirra fjögurra efstu en það […]

Handhafar aðgönguskírteina HSÍ athugið vegna leiks FH og Hauka

Handhafar aðgönguskírteina HSÍ (A, B og C aðgönguskírteini) sem ætla á leik FH og Hauka í N1 deild karla sem fram fer fimmtudaginn 31.mars kl.19.30 í Kaplakrika geta nálgast miða á leikinn nk. miðvikudag milli kl.18.00 og 19.00 í Kaplakrika. Miðar verða eingöngu afhendir gegn framvísun skírteinis og skilríkja. ATH. Miðar verða ekki afhentir á […]

Lið Hauka sá aldrei til sólar í dag

Í dag kom lið Fram í heimsókn á Ásvelli. Um var að ræða leik sem skipti bæði lið miklu máli til að tryggja sig með þeirra fjögurra bestu í lok móts. Ágætlega var mætt á völlinn og fólk spennt að sjá handboltaleik þar sem bæði lið myndu berjast fyrir þessum tveimur stigum semí boði voru. […]

Baráttan um sæti í úrslitakeppninni heldur áfram

Á morgun, sunnudag,  fá Haukastrákarnir Fram í heimsókn á Ásvelli og hefst leikurinn kl. 15.45. Þetta er lykilleikur fyrir bæði lið til að tryggja sig meðal þeirra fjögurra bestu og þar með sæti í úrslitakeppninni. Fyrir 19. umferðina (af 21.) eru Framarar í þriðja sæti með 21 stig en Haukar með 20 í því fjórða. Á […]

Jafntefli á Akureyri í gærkvöldi

Haukastrákarnir fóru í heimsókn til Akureyrar í gærkvöldi og mættu þar toppliði heimamanna. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Haukaliðið var ekki mætt til leiks til að vera áhorfendur heldur voru strákarnir mjög einbeittir og ákveðnir í sínum aðgerðum. Mikið var skorað í fyrri hálfleik en að honum loknum var staðan 18 – 18. Í þeim síðari skoraði hvort lið 11 mörk […]

Haukar úr leik í IE deildinni

  Haukar voru slegnir út úr úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í gær þegar þeir mættu Íslands- og deildarmeisturum Snæfells í oddaleik um sæti í undanúrslitum. Leikurinn var jafn allan fyrri hálfleikinn og náðu Haukar flottu starti líkt og í öðrum leiknum. Snæfellingar leiddu með fjórum stigum í hálfleik 46-42. Í seinni hálfleik dró aðeins úr […]

Akureyri – Haukar í beinni á Ásvöllum annað kvöld kl. 19.00

Fyrir okkur sem komumst ekki norður á morgun flytja Haukar norðrið til okkar því Hauka TV ætlar til Akureyrar svo við hin fáum að fylgjast með þessum mikilvæga leik í N1 deild karla. Leikurinn hefst kl. 19.00 annað kvöld, fimmtudag.Hjá Haukum er sterkur félagsandi og að sjálfsögðu ætlum við öll að vera saman á Ásvöllum […]