Hafnarfjarðarslagur í kvöld, mætum snemma og mætum í rauðu

Birkir Ívar Guðmundsson, aðstoðarþjálfari HaukaÍ kvöld, fimmtudag, er leikinn næstsíðasta umferðin í N1 deild karla. Haukar eiga útileik og það ekki af minni endanum því að í þetta skiptið höldum við okkur innan bæjarmarkana og förum í Krikann og heimsækjum lið FH. Okkar menn þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að tryggja sig meðal þeirra fjögurra efstu en það verður ekki auðsótt því lið FH hefur verið að leika vel í vetur og er í öðru sæti í deildinni, töpuðu að vísu stigi í síðustu umferð á Selfossi. Leikurinn hefst kl. 19.30 á morgun.
Viðureignir Hauka og FH í handbolta eru aftur orðnar að stórviðburðum í Hafnarfirði og það má búast við fullu húsi af fólki í Krikanum í kvöld. Heilmikil dagskrá er í kringum leikinn, mætum snemma og MÆTUM Í RAUÐU!

Látum í okkur heyra á pöllunum og njótum stemmningarinnar.

Áfram Haukar!