9. flokkur kvenna í A – riðil í fyrsta skipti:

Stelpunar í 9.flokki kvenna stóðu sig með mikilli prýði á fjölliðamóti á Flúðum í gær og í dag.  Þær unnu 3 leiki af 4 sem skilaði fyrsta sæti í B-riðli.  Liðið mun því spila í A-riðli í fyrsta skipti á næsta móti.  Því miður voru aðeins 3 lið í riðlinum, en leikin var tvöföld umferð. […]

Tippleikurinn kominn á fullt

Nú er haustleikurinn í getraunastarfinu komið á fullt. Talsvert er af nýjum liðum skráð til leiks og er stemmningin góð. Það voru 6 lið með 12 rétta og hvorki fleiri né færri en 23 lið með 11 rétta í þessari umferð. Það er enn hægt að skrá sig í leikinn og viljum við hvetja allt […]

Unglingaflokkur Kvenna á toppnum

 Unglingaflokkur kvenna hefur byrjað tímabilið af miklum krafti undir stjórn Davíðs Ásgrímssonar þjálfara og unnið alla sína 3 leiki og þá tvo síðustu örugglega með 25 stiga mun. Byrjunarlið unglingaflokks kvenna þær Auður, Dagbjört, Ína, Margrét Rósa og Lovísa eru allar æfa með meistaraflokki kvenna en auk þeirra eru Kristjana, Aldís og Eydís úr 10.flokki […]

Grafarvogspiltar nokkrum númerum of stórir

Haukastrákar heimsóttu Fjölni úr Grafarvogi í kvöld í 5. umferð Iceland Express-deildar karla. Fyrir leikinn voru Haukar með fjögur stig en heimamenn í gulu með tvö. Leikurinn var því þýðingarmikill fyrir bæði lið. Til að gera langa sögu stutta unnu heimamenn stóran og sannfærandi sigur þar sem okkar menn áttu erfitt uppdráttar stóran hluta af […]

Erfiður dagur á Ásvöllum

Meistaraflokkar félagsins í körfubolta voru í eldlínunni í dag í Iceland Express-deild karla og kvenna en boðið var uppá tvíhöfða. Stelpurnar fengu Njarðvíkinga í heimsókn á meðan strákarnir fengu granna okkur úr Grindavík. Haukar-Njarðvík IE KV. Stelpurnar töpuðu fyrir Njarðvík 60-85 í leik sem var spennandi í fyrri hálfleik en í þeim seinni var þetta […]

Íris í 1 á 1 á Karfan.is

Íris Sverrisdóttir er í léttri yfirheyrslu á Karfan.is. Þar er hún spurð spjörunum og kemur margt forvitnilegt fram. M.a. að hún hóf að æfa á fullu 12 ára. Hægt er að lesa meira hér.

Marel spáir Haukum sigri

Haukasíðan heyrði í Marel Erni Guðlaugssyni, leikjahæsta leikmanni Íslandsmótsins frá upphafi, og fékk hann til að spá fyrir um leik Hauka og Grindavíkur. Eins og flestir vita er Marel Grindvíkingur að upplagi en lék hvað lengst af meistaraflokksferlinum með liði Hauka. „Ég held að þetta geti orðið spennandi leikur en bæði lið hafa farið vel […]

Haukar TV í loftið – UPPFÆRT

Haukar TV fer í loftið um helgina og verða leikir Hauka á sunnudaginn í Iceland Express deild karla og kvenna sýndir í beinni á Haukar TV. Um prufu útsendingu er að ræða og því biðjumst við fyrirfram velvirðingar ef einhverjir hnökrar verða á útsendingunni. Hlekkurinn til að horfa á leikinn er vinstra megin á síðunni og […]

8. flokkkur stúlkna á góðri siglingu

8.flokkur stúlkna stóð sig vel um síðustu helgi. Heimasíðan fékk punkta frá þjálfara 8.flokks stúlkna Ingvari Guðjónssyni sem var að stýra stelpunum í fyrsta fjölliðamóti vetrarins sem fram fór í Grindavík um helgina. Stelpurnar stóðu sig allar með miklum sóma en 8 stelpur spiluðu leikina. Sýndu stelpurnar mikla baráttu og gáfust aldrei upp. Við skoruðum […]