Unglingaflokkur Kvenna á toppnum

AuðurDagbjörtÍnaMargréLovísa

 Unglingaflokkur kvenna hefur byrjað tímabilið af miklum krafti undir stjórn Davíðs Ásgrímssonar þjálfara og unnið alla sína 3 leiki og þá tvo síðustu örugglega með 25 stiga mun. Byrjunarlið unglingaflokks kvenna þær Auður, Dagbjört, Ína, Margrét Rósa og Lovísa eru allar æfa með meistaraflokki kvenna en auk þeirra eru Kristjana, Aldís og Eydís úr 10.flokki að koma sterkar inn af bekknum. Dugnaður, áhugi og leikgleði þessara stelpna sem spila nú í mörgum liðum Hauka er aðdáunarverður. 

Fyrsti leikur liðsins var gegn Njarðvík að Ásvöllum. Njarðvíkingar hafa styrkst töluvert frá síðasta keppnistímabili í þessum flokki og hafa fengið til liðs við sig Árnínu frá Haukum og nokkrar efnilegar stúlkur frá Keflavík. Leikurinn við Njarðvík var í járnum allan tímann þó Hauka stúlkur væru allan leikinn nokkrum stigum yfir. Leikurinn lauk með sigri Hauka 59-58 eftir öflugt áhlaup Njarðvíkinga í lokinn.

Annar leikur liðsins var gegn Keflavík á heimavelli þeirra. Keflavík hefur verið með mjög sterkt liðið í þessum aldursflokki undanfarinn ár og er allt byrjunarlið þeirra unglingalandsliðsmenn sem æfa og spila með meistaraflokki Keflavíkur. Leikurinn var frábær skemmtun fyrir okkur Haukamenn því leikur okkar stúlkna var með því allra besta sem okkar lið hefur sýnt hvort sem litið var til varnar sem sóknar. Haukar byrjuðu leikinn frábærlega og komust í fyrsta leikhluta í 18-4 þar sem öflugt sóknarlið Keflavíkur sem þjálfað er af Fal Harðarsyni komst ekkert áfram gegn sterkri vörn Haukanna. Auður, Ína og Margrét Rósa gerðu vel í trufla skot Keflavíkur og Dagbjört og Lovísa áttu teiginn og tóku flest fráköst bæði í vörn og sókn. Staðan í hálfleik var 32-16 fyrir Hauka þar sem allir leikmenn Hauka voru að skipta stigaskoruninni jafnt á milli sín. Keflvíkingar komust aldrei neitt nálægt Haukastúlkum sem skiptu mikið inná í seinni hálfleik þar sem Kristjana og Aldís komu sterkar inná í seinni hálfleik og sýndu að þær eru í mikilli framför. Leikurinn endaði síðan með öruggum 25 stiga sigri Hauka 59-34.

Þriðji leikur liðsins var síðan s.l. þriðjudagskvöld gegn sameiginlegu liði Fjölnis og KR. KR hefur undanfarinn ár verið með fimmta sterkasta liðið í þessum aldursflokki en hafa fengið til liðs við sig sterka leikmenn úr Fjölni þær Bergdísi Ragnarsdóttur (Torfasonar) og Bergþóra Tómasdóttur (Holton) sem báðar hafa verið að leika með unglingalandsliðum Íslands. Sameiginlegt lið KR/Fjölnis var því mjög sterkt er til leiks var komið. Haukar byrjuðu betur og náðu ágætu forskoti eftir 1.leikhluta 23-14. Í 2 leikhluta söxuðu KR/Fjölnir á forskot Haukanna þar sem Bergþóra fór hamförum og skoraði meira en helming stiga KR/Fjölnis í fyrri hálfleik, Margrét Rósa, Dagbjört og Lovísa voru að skora mest fyrir Haukanna. Í hálfleik var staðan 43-39 Haukum í vil. Í þriðja leikhluta sigu Haukarnir fram úr með frábærri baráttu Auðar og Ínu sem voru duglegar að stela boltum af KR/Fjölni sem og að vinna fráköst bæði í vörn og sókn. Þá var innkoma Aldísar og Kristjönu mjög sterk og skiluðu þær góðum körfum fyrir liðið auk þess að spila góða vörn. Staðan í lok 3 leikhluta var 62-49 fyrir Hauka. Í fjórða leikhluta stakk síðan liðið af og innbirti sanngjarnan 25 stiga sigur 79-54. Um miðjan leikhlutan gat þjálfarinn hvílt lykil menn leiðsins og spiluðu 10.flokks stúlkurnar Aldís, Kristjana og Eydís meiri hluta leikhlutans og kláruðu leikinn fyrir Haukana með góðum endaspretti. Stigahæstu menn Hauka voru Dagbjört 27 stig og Margrét Rósa 18 stig.