Erfiður dagur á Ásvöllum

Guðrún Ámundadóttir í leiknum gegn Njarðvík í kvöld - mynd: Karfan.isMeistaraflokkar félagsins í körfubolta voru í eldlínunni í dag í Iceland Express-deild karla og kvenna en boðið var uppá tvíhöfða.

Stelpurnar fengu Njarðvíkinga í heimsókn á meðan strákarnir fengu granna okkur úr Grindavík.

Haukar-Njarðvík IE KV.

Stelpurnar töpuðu fyrir Njarðvík 60-85 í leik sem var spennandi í fyrri hálfleik en í þeim seinni var þetta einstefna hjá grænum.

Njarðvíkingar hafa sýnt það í vetur að liðið á eftir að gera fína hluti undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar. Þær voru betri í leiknum og þjálfari liðsins er án efa sáttur.

Hjá rauðum gekk fátt upp og liðið á mikið inni. Sóknaraðgerðir liðsins voru ekki nógu beittar og en lukkudísirnar voru ekki á bandi Hauka í leiknum og ótrúlegustu hlutir sem vefjast venjulega ekki fyrir stelpunum urðu að ótrúlegustu þrautum.

Stigahæst hjá Haukum var Íris Sverrisdóttir með 22 stig.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun um leikinn á Karfan.is

Myndasafn úr leiknum á Karfan.is

Haukar-Grindavík-IE KA.

Leikur strákanna var ótrúlega líkur leikur stelpnanna. Fyrri hálfleikur var jafn en í þeim seinni sýndu gestirnir sparihliðarnar og unnu öruggan sigur 84-100.

Hittni gulra í dag var hreint og beint frábær og öll mikilvæg skot duttu ofaní hjá þeim. Allar skyttur Grindvíkinga voru að negla þristum nema kannski þeirra helsta byssa, Páll Axel Vilbergsson, en öll sjö þriggja-stiga skot hans geiguðu. En það lýsir hve sterkir Grindvíkingar voru að þeir gátu unnið sigur án þess að Páll Axel var að negla niður skotum fyrir utan.

Sigur Grindvíkinga var sanngjarn

Stigahæstur hjá Haukum var Semaj Inge með 40 stig.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun um leikinn á Karfan.is

Myndasafn úr leiknum á Karfan.is

Það má segja að dagurinn í dag hafi ekki verið dagur okkar Haukamanna.

Áfram Haukar!