9. flokkur kvenna í A – riðil í fyrsta skipti:

SteNöfnin eru frá vinstri í eftir röð: Katrín Alda, Sigrún Elva, Hrund Hanna, Sólrún Inga, Marín Lilja og Arna Kristín. Neðri frá vinstri: Margrét Vala, Viktoría Ösp, Elma, Drífa Katrín og Elísa Eir - Mynd: Reynir Kristjánsson (Farsímamynd) lpunar í 9.flokki kvenna stóðu sig með mikilli prýði á fjölliðamóti á Flúðum í gær og í dag.  Þær unnu 3 leiki af 4 sem skilaði fyrsta sæti í B-riðli.  Liðið mun því spila í A-riðli í fyrsta skipti á næsta móti.  Því miður voru aðeins 3 lið í riðlinum, en leikin var tvöföld umferð.

Hrunamenn / Hamar 48 – Haukar 51
Það var mikil spenna í lokin í þessu fyrsta leik gegn heimastúlkum á Flúðum.  Haukar höfðu nokkra yfirburði framanaf, en pressa heimastúlkna í lokin fór illa í Hauka og minnstu munaði að örugg forusta glataðist alveg.  En Haukar höfðu þetta á seiglunni og lönduðu 3 stiga sigri.
Stigahæstar í leiknum voru: Margrét Vala og Arna Kristín með 12 stig hvor og Sólrún Inga með 10.

Haukar 70 – Fjölnir 41
Það er skemmst frá því að segja að yfirburðir Hauka voru algerir í þessum leik og allar stelpurnar léku vel.  Það var haldið áfram til loka þó að munurinn hafi alltaf verið mikill.
Stigahæstar voru : Hrund 21, Arna Kristín 11 og Sólrún Inga með 10.

Haukar 65 – Hrunamenn /Hamar 63 eftir framlengingu:
Það var ljóst fyrir þennan leik að Haukum nægði sigur til að komast upp úr B-riðili, reynar máttu þær tapa með 2 stigum, en þjálfarinn var ekkert að flagga því mikið.  Það var mikil spenna í þessum leik og munurinn aldrei mikill, liðin skiptust á  að hafa forystu og barráttan í fyrirrúmi.  Vítanýting Hauka í þessum leik var með eindæmum slök og gerði það að verkum að leikurinn varð þetta jafn (37/11).  Þetta er eitthvað sem stelpurnar ætla að bæta fyrir næsta mót.  Mikill fögnuður braust út eftir þennan frækilega sigur, enda stelpurnar búnar að spila í B-riðli frá upphafi.
Stigahæstar voru : Margrét Vala 18, Hrund 11 og Viktoría 10.

Fjölnir 52 – Haukar 44
Það var greinilegt að Haukastúlkur voru sáttar við stöðuna, komnar áfram og mættu hreinlega ekki í þenna leik fyrr en í lokaleikhlutanum sem þær unnu með 11 stiga mun.  Fram að því hafði Fjölnir algera yfirburði og valtaði yfir stelpurnar í fráköstum og betri varnarleik.  En stelpurnar tóku sig saman í andlitinu í lokin og náðu að sýna sínar réttu hliðar.  Við skulum ekki ræða neitt meira um þennan leik.
Hrund var nokkuð lífleg og skoraði 18 stig, en því miður voru margar stelpurnar langt frá sínu besta.

Það er því hörku vinna framundan að undirbúa liðið fyrir næsta mót, en einstaklega gleðilegt að hafa náð að yfirstíga þenna B-riðils þröskuld í fyrsta skipti og fá smjörþefinn af því að spila meðal þeirra bestu.  Stelpurnar fá stóran plús fyrir að vera Haukum til sóma innan vallar sem utan.  Til hamingju stelpur og áfram Haukar.