Marel spáir Haukum sigri

Marel í kunnulegri stöðuHaukasíðan heyrði í Marel Erni Guðlaugssyni, leikjahæsta leikmanni Íslandsmótsins frá upphafi, og fékk hann til að spá fyrir um leik Hauka og Grindavíkur. Eins og flestir vita er Marel Grindvíkingur að upplagi en lék hvað lengst af meistaraflokksferlinum með liði Hauka.

„Ég held að þetta geti orðið spennandi leikur en bæði lið hafa farið vel af stað í fyrstu 3 leikjunum.  Bæði lið hafa á sterkum byrjunarliðum að skipa og þeir sem að þau skipa koma væntanlega til með að spila stóran hluta leiksins“. 

„ Það hefur verið að koma minna út úr þeim sem hafa komið af bekknum, held að það geti skipt sköpun í þessum leik hvort liðið fær meira framlag frá bekknum.  Ég spái því að Haukarnir standi uppi sem sigurvegarar, sigurinn standi þó tæpt og úrslitin ráðist ekki fyrr en á síðustu mínútunni, 88-86“ sagði Marel og ákvað svo að smella með nokkrum pælingum um einvígi milli einstakra leikmanna sem að hann heldur að dekki hvorn annan. „Semaj vs. Andre, tveir öflugir og fljótir kanar sem spila lykilhlutverk í vörn og sókn

Gerald vs. Ryan, öflugir frákastarar, hlakka til að sjá „slagsmálin“ á milli þeirra

Örn vs. Ómar, geta báðir spilað hörkuvörn og þurf að skila framlagi í sókninni líka

Óskar vs. Palli, báðir eitraði skotmenn, Palli þó fjölhæfari og Óskar gæti lent í vandræðum með hann varnarlega

Sævar vs. Gulli, báðir góðir skotmenn, Sævar hefur þó fleiri vopn í sókninni.  Sævar á að geta sótt á Gulla til að skora sjálfur eða finna aðra þegar hjálparvörnin berst.

Af bekknum hjá Haukum trúi ég að Davíð geti gert góða hluti gegn gömlu félögunum, Svenni, Haukur og Emil þurfa líka að nýta sínar mínútur vel, jafnt í sókn sem vörn.

Af bekknum hjá Grindavík spilar Óli stórt hlutverk (gæti eflaust byrjað inná), Björn Steinar, Helgi og Ármann geta líkað skilað ágætis mínútum.  Spurning síðan um Lalla sem er búinn að vera meiddur, en klárlega einn besti maður Grindavíkur þegar hann er heill“.