Púls tekinn á þjálfurum Hauka fyrir tvíhöfðann

Bæði lið Hauka í Iceland Express deildinni leika heimaleiki á sunnudaginn á Ásvöllum. Stelpurnar mæta liði Njarðvíkur sem situr sem stendur í 3. sæti með fjögur stig eða sæti ofar en Haukar sem einnig hafa fjögur stig. Strákarnir mæta liði Grindavíkur sem hefur farið vel af stað það sem af er leiktíðar og kemur það […]

Unglingaflokkur karla er farinn af stað

Unglingaflokkur karla hefur farið ágætlega af stað það sem af er vetri. Þeir töpuðu fyrsta leik sýnum gegn Njarðvík á heimavelli, sem var allt annað en gott, en bættu fyrir það með sigri á Breiðablik á laugardaginn síðastliðinn. Haukar hófu titilvörnina á Ásvöllum gegn Njarðvík fyrir skemmstu. Pjakkarnir sem léku án lykilmannanna Arnar Sigurðarsonar og […]

Háloftataktar Semaj

Mörg glæsileg tilþrif hafa sést hjá Haukum í upphafi tímabilsins í Iceland Express-deild karla. Í fréttatíma Stöðvar 2 á mánudag var samantekt frá leik Hauka og KR sem fór fram í DHL-höllinni á sunnudag. Þar er myndbrot af glæsilegri viðstöðulausri troðslu Semaj Inge en hann fékk snilldarlega sendingu frá Sævar Inga Haraldssyni. Hægt er að […]

Haukastrákar leiða helstu tölfræðiþættina

Gott gengi Hauka í upphafi tímabilsins í Iceland Express-deildar karla hefur ekki farið framhjá mörgum. Strákarnir eru með tvo sigra úr fyrstu þremur leikjunum og voru ekki langt frá því að leggja KR að velli síðasta sunnudag. Eins og við körfuboltmenn þekkjum er skráð ítarleg tölfræði í körfunni og leiða Haukastrákar marga helstu tölfræðiþættina eftir […]

Strákarnir fá ÍBV eða Stál-úlf

Í dag var dregið í 32-liða úrslit og forkeppni Poweradebikars karla í körfubolta. Strákarnir mæta annað hvort ÍBV eða Stál-úlfi en þessi félög eigast við í forkeppni biikarsins. Bæði leika þau í 2. deild og er því ljóst að Haukar þurfa að fara á útivöll því í 32-liða úrslitum spilar það lið sem er í […]

Stórt tap í Hveragerði

Á sunnudaginn fór stelpurnar í meistaraflokki kvenna í blómabæinn Hveragerði til að etja kappi við heimastúlkur í Hamri. Haukastúlkur vilja þó eflasut gleyma þessum leik sem fyrst þar sem Hamar sigraði leikinn örugglega 89-58. Heimastúlkur komu mun betur stemmdar í leikinn og byrjuðu á því að skora fyrstu 14 stig leiksins og voru leikmenn Hauka að gera mikið […]

Haukastelpur í stúlknaflokki unnu A-riðil

Stúlknaflokkur stóð sig gríðarleg vel um helgina og vann alla leiki sína. Barátta og leikgleði leikmanna Hauka var aðdáunar verð undir stjórn Hönnu Sesselju Hálfdanardóttur þjálfara sem nýlega tók við flokknum. Fyrsti leikur liðsins á laugardag var gegn Njarðvík sem endaði með góðum sigri Hauka 59-50 þar sem Haukar voru yfir nánast allan leikinn. Þríeykið […]

Drengjaflokkur á sigurbraut

Drengjaflokkur heldur áfram að gera það gott og eru nú taplausir eftir fjóra fyrstu leiki sína. Síðast liðinn þriðjudag mættust Haukar og ÍA á Ásvöllum og báru strákarnir sigur úr bítum 69-51. Haukar leiddu leikinn eftir fyrsta leikhluta 17–11 en rétt fyrir lok leikhlutans snéri Guðmundur Kári sig á ökkla og þurfti að hætta leik. […]

Tap í hörkuleik

Haukar töpuðu fyrir KR í gærkvöldi í 3. umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta 93-83. Fyrir leikinn voru Haukar í efsta sæti með tvo sigra úr fyrstu tveimur leikjum sínum á meðan KR var með einn sigur og eitt tap. Fyrir leiktíðina var þessum liðum spáð ólíku gengi. KR spáð titlinum en Haukum falli og […]