8. flokkkur stúlkna á góðri siglingu

Haukar8.flokkur stúlkna stóð sig vel um síðustu helgi.

Heimasíðan fékk punkta frá þjálfara 8.flokks stúlkna Ingvari Guðjónssyni sem var að stýra stelpunum í fyrsta fjölliðamóti vetrarins sem fram fór í Grindavík um helgina. Stelpurnar stóðu sig allar með miklum sóma en 8 stelpur spiluðu leikina. Sýndu stelpurnar mikla baráttu og gáfust aldrei upp. Við skoruðum t.a.m. síðustu sex stig leiksins á móti KR.

Á sunnudeginum sigruðu stelpurnar KR með einu stigi, 27-26 í hörkuspennandi leik þar sem Haukar unnu leikinn á síðustu mínútunum. Stelpurnar unnu svo lokaleikinn á sunnudag gegn Grindavík með 5 stigum, 23-18 en það var einnig hörkuleikur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í lokin.

Á laugardeginum töpuðu þær gegn Keflavík og Njarðvík en spiluðu þó flottan leik gegn Njarðvík þar sem þær voru í séns alveg þar til ca 2-3 mínútur voru eftir. Þeim leik lauk með sjö stiga tapi, 20-27 eftir að Njarðvíkurstelpur skoruðu síðustu 6 stig leiksins.
 
Stelpurnar eru í góðri framför en enn er mikil vinna framundan með þessar stelpur segir Ingvar þjálfari, þær þurfa að vera duglegar að leggja sig fram á æfingum og vera tilbúnar til þess að bæta sig svo að hægt sé að stíga fleiri skref fram á við.