Meira um Evrópuveisluna

Fréttatilkynning Karlalið Hauka mætir danska úrvalsdeildarliðinu Århus GF í C-riðli meistaradeildar Evrópu á laugardaginn kl. 16:00 á Ásvöllum. Århus GF er eitt sterkasta lið Danmerkur en það lenti í öðru sæti á síðustu leiktíð. Liðið er undir stjórn hins þekkta þjálfara Erik Veje Rasmussen, leikmanni danska landliðsins til margra ára og fyrrverandi þjálfari þýska stórliðsins […]

Evrópuveisla á Ásvöllum

Um helgina verður sannkölluð Evrópuveisla á Ásvöllum en þá spila Haukar þrjá leiki í Evrópukeppni. Á laugardag kl. 16:00 hefja strákarnir okkar leikinn í Meistaradeild Evrópu og mæta í fyrsta leik danska liðinu Arhus. Að þeim leik loknum eða kl. 18:30 er komið að stelpunum okkar er þær mæta svissneska liðinu St. Otmar í fyrri […]

Deildarkeppnin í skák!

Þeir félagar sem að hafa áhuga á að taka þátt í Íslandsmóti Skákfélaga helgina 7-9 október næstkomandi, vinsamlegast hafið samband við Inga (s:695-0779) eða Aua (s:821-1963) eða í netfangið aui@simnet.is

Enn frábær árangur hjá Sverri Þ.

Sverrir Þorgeirsson gerði sér lítið fyrir og hafnaði í öðru sæti á nokkuð sterku hraðskákmóti Garðabæjar, sem fram fór í gærkveldi. Fjórir Haukamenn tóku þátt í mótinu. Sverrir hefur jafnt og þétt verið að þokast nær toppmönnunum á Haukaæfingunum og er það aðeins tímaspursmál hvenær hann fer að vinna æfingarnar reglulega. Við látum hér frásögn […]

1. Gullkorn.

Mér datt í hug að koma með smá nýjung hér inn á síðuna. það væri gaman ef við gætum deilt með okkur skemmtilegum skáksögum sem menn þekkja, eða hafa upplifað á sínum skákferli. Ég vil hvetja alla þá sem hafa frá einhverjum skemmtilegum skáksögum að segja að senda mér mail á th_fannar@hotmail.com Ég ætti nú […]

Árshátíð

Árshátíð og uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Hauka verður haldin föstudaginn 30 sept á Ásvöllum Mæting er kl 20.00 og borðhald hefst eigi síðar en kl 21.00. Miðar verða til sölu á Ásvöllum og í Fjölsport í Firði og hjá Siggu Kristjáns á Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra sem er á þriðju hæð í Firði. Miðasala stendur til miðvikudags […]

Æfing 20.september

Góð mæting var á æfinguna á þriðjudaginn, en alls voru þátttakendur 18. Svo fór að lokum að Þorvarður vann með 15 v. Af 17, eftir hörkubaráttu við Árna sem sýndi loks hvað í honum býr eftir arfaslakt mót í Garðabænum. Mikið var um óvænt úrslit, t.d. gerðist Kristján Ari formannabani og vann bæði Auðberg og […]

Linda Rós í U-19

Í gær þann 19.september kom í ljós að við í meistaraflokki kvenna höfum fengið fulltrúa í U-19! En það er engin önnur en Linda Rós Þorláksdóttir. Næstkomandi sunnudag þann 25.september mun hún ferðast með landsliðinu til Bosníu og mun þar keppa í undanriðli fyrir EM 2006. Við í meistaraflokki kvenna óskum henni allar ynnilega til […]

Hópferð til Danmerkur

Haukafélagar nær og fjær. Fyrirhuguð er hópferð til Danmerkur helgina 5./6. nóvember á leik mfl.karla við Arhus í Meistaradeild Evrópu. Þetta verður “Hópferð að hætti Hauka” sem enginn má missa af. Fylgist með nánari upplýsingum á næstunni.

Flíspeysur 5 fl kvenna

Nú er þassu tímabili lokið og nýtt tímabil fer senn að byrja. Fyrir þær sem vantar flíspeysur þá er þeim bent á að hafa samband við Siggu í síma :565 3773 – 695 5773